Apache, þú segir:
“Fólki er mismunað eftir því hvar það býr á landinu.”
Þetta er því miður döpur staðreynd. Landsbyggðarfólki finnst það vera hlunnfarið meira en íbúar á höfuðborgarsvæðinu.
lhg
Já þetta er í stuttu máli það sem ég meina með “átthagafjötrar”.
Droopy
Minnsta mál að útskýra það fyrir þér. Ég bæti örlitlu við það sem lhg sagði svo snyrtilega frá.
Flestar byggðir úti á landi hafa hingað til byggt afkomu sína á sjávarútvegi.
Tökum sem dæmi það sem gerst hefur á Vestfjörðum undanfarin ár. Eftir að kvótakerfið var sett á hafa aðstæður í sjávarútvegi breyst mikið. Með breytingum á lögum um fiskveiðar var útgerðarfyrirtækjum gert kleift að hagræða í rekstri sínum með tilfærslum á veiðiheimildum sem reyndist nauðsynlegt. Þetta hafði margvísleg áhrif í för með sér. Fyrirtækin gátu hagrætt og sum hver hagræddu í hring en það er löng saga að segja frá.
Á Ísafirði var starfrækt öflugt útgerðarfyrirtæki sem veitti mörgum atvinnu í áraraðir.
Dag einn var það selt úr bæjarfélaginu án skuldbindinga við bæjarfélagið, þar sem útgerðarfyrirtækið var byggt upp, og fólkið sem vann hjá því alla sína tíð. Við söluna missti fjöldi manns vinnu og þar með afkomu sína. Eftir stóð fólkið með verðlitlar og jafnvel verðlausar eignir. Þar sem þetta fólk hafði ekki tök á að leggja til hliðar og eiga neyðarsjóði þá gat það hvergi farið nema skilja allt sitt eftir og byrja upp á nýtt annarsstaðar með báðar hendur tómar.
Svipað hefur gerst í öðrum bæjar- og sveitarfélögum víða um land.
Hvað hefur breyst á Raufarhöfn? Þaðan hafa horfið útgerðarfyrirtæki en í staðinn komið fyrirtæki sem buðu fólki vinnu við svara í síma. Einhversskonar þjónustunúmer eins upplýsingar úr bifreiðaskrá ofl. Mig minnir að einhver þeirra hafi síðan farið á hausinn vegna þess að þjónustan þótti dýr og lítið varð um viðskipti. Lítið sat eftir og fólk stóð tómhent eftir.
Ég get t.d. sagt frá því að fyrir nokkrum árum bjó vinur minn í blómlegum útgerðarbæ, einum stærsta á landinu. Hann tapaði á aðeins tveimur árum tæpum 2 milljónum á íbúðarhúsnæði sínu vegna svipaðra aðgerða útgerðarfyrirtækja þar í bæ. Hann var hins vegar svo heppinn að geta selt kofann og hypjað sig. Honum þótti frekar gremjulegt að þurfa að kyngja því að verðgildi íbúðarinnar, sem hann hafði verið nokkur ár að eignast, hafði rýrnað um 50% á ekki lengri tíma.
Mestu áhrifavaldar að þeirri stöðu sem er nú í sjávarplássunum úti á landi eru kvótakerfið og aðgerðir útgerðarfyrirtækja. Kvótakerfið er ekki nema 19 ára gamalt og þetta hefur verið að gerast alla tíð síðan 1983 þegar það var sett á. Hvort sem þetta er óumflýjanleg þróun eða ekki þágerist þetta svona.
Engan þarf að undra að landsbyggðarfólk séu fokvont yfir þessu, það er meira en lítið áfall að sjá afrakstur ævistarfs sýns verða að engu vegna ytri aðstæðna sem er, að mínu mati, reyndar hægt að sporna við. Þar þarf ríkið að koma að málum.
Þetta mun líklega aldrei gerast á höfuðborgarsvæðinu en við getum leitt hugann að því hvernig lífsskilyrði yrðu þar ef undirstöðuatvinnugreinar yrðu fluttar þaðan t.d. til austurlands. Ef öllum viðskiptum innalands yrði beint til þess staðar myndi höfuðborgarsvæðið ekki hafa nema brot af núverandi tekjum og sama gerast þar og er að gerast í bæjarfélögum úti á landi.
1til2
Spáðu aðeins í hvað samgöngur hafa mikið að segja fyrir borgir og bæi. Hvaða áhrif heldur þú að það hefði ef þjóðvegur Nr1 yrði færður niður að strönd sunnan við Selfoss þannig að ferðalangar myndu frekar bruna framhjá en að leggja leið sína inn á Selfoss? Ég held að þjónustufyrirtæki á Selfossi myndu líða fyrir það. Það er ástæða fyrir “nýja” veginum yfir Ölfusárósa en hann var byggður til að auðvelda fyrirtækjum á svæðinu að afla sér aðfanga.
Sauðárkrókur verður af miklum viðskiptum vegna þess að þjóðvegurinn liggur þvet yfir Skagafjörð um Varmahlíð þannig að þeir sem eru á leið til Akureyrar velja fremur að stytta sér leið þar í gegn fremur en að kíkja á Krókinn og nýta sér þjónustu. Vöruflutningar á landi til byggða fyrir norðan eru mun dýrari vegna þess að áhersla hefur alltaf verið lögð á að stytta vegalengdina milli Reykjavíkur og Akureyrar í staðinn fyrir að byggja upp betri vegi milli byggðanna og leiða umferð þar í gegn.
Hornfirðingar eru að reyna að fá þjóðveginn færðan nær bænum til að fá meiri umferð gegnum bæinn.
Fiskurinn í sjónum syndir ekki eingöngu á Faxaflóa, hann er allt í kringum landið. Sumar tegundir veiðast ekki nema á afmörkuðum svæðum og þá er hagkvæmara að byggja hafnir sem næst veiðisvæðum. Þegar fiskurinn hefur verið veiddur þá þarf að sjálfsögðu að koma honum á markað, hvort sem það er með flugi, flutningabílum eða skipum. Til að þetta sé mögulegt þurfa samgöngur að vera góðar.
Annað dæmi um mikilvægi bættra samgangna sem er líklega miklu nær þér en nefndir staðir en það er Reykjanesbrautin. Hvers vegna heldurðu að breikkun Reykjanesbrautar sé svona mikilvæg? Hverjir njóta þess að hún sé sem best? Eru það ekki einmitt íbúar og fyrirtæki á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu?
Ef engu hefði verið eytt á sínum tíma í að byggja upp þann veg og stjórnvöld hefðu ákveðið að millilandaflugvöllur Íslendinga yrði staðsettur á Egilsstöðum hver væri þá staðan í dag?
Enginn getur neitað því að úrbóta á samgöngum er þörf á landsbyggðinni, hvort sem boruð verði göng eða byggðar brýr.
Gaman að þú skulir líkja byggðum við fyrirtæki. Sömu líkingu má nota um ríkið. Eitt er samt sem bæjarstjórnir sem og ríkisstjórnir mættu gera af meiri áhuga og það er að líta aðeins lengra til framtíðar en að næstu kosningum!
Ég rek mitt fyrirtæki (heimilið) m.t.t. þess að ég kem líklega til með að lifa lengur en næstu fjögur ár.
Mér sýnist að ef fólkið í landinu vilji ná fram hámarks hagræðingu í rekstri ríkisins þá ætti hreinlega að reka landið eins og stórt fyrirtæki. Skipta má landinu upp í deildir þar sem hver deild væri staðsett á hagkvæmasta stað á landinu mt.t.t landbúnaðar, sjávarútvegs, orkuframleiðslu osfrv.
Þá væri hægt að einkavæða landið, skrá á hlutabréfamarkaði, og bjóða landsmönnum að fjárfesta í fyrirtækinu svo það sjái sínum hag best varið með að leggja sem mesta vinnu á sig í þágu fyrirtækisins. Það er sannað að fólk hugar betur að eigin eignum en annarra.
Eina sem ég sé því til fyrirstöðu að fólk geti fjárfest í fyrirtækinu er að líklega hefði fólkið ekki mjög há laun vegna þess að fyrirtæki á hlutabréfamarkaði verða að sjálfsögðu að sýna hagnað á hverjum tíma. Ein besta leiðin til þess, a.m.k. sú sem er mest notuð í dag á Íslandi, er að lækka launakostnað fyrirtækisins sem kostur er.
Má vera að ég sé einfaldur en svona sé ég þetta fyrir mér. J
Lifið heil,
Karl.