Þetta átti að vera svar við “Herstövarandstæðingar” greinni sem er hérna á “Alþingi” en svarið fór aðeins úr böndunum og þess vegna ákvað ég að skella þessu í grein…(og ná mér í frípunkt….nei stig í leiðinni:)
Umræðan um herstöðina hefur meðal annars komið á þann flöt, að það væri gott að hafa herinn hérna, ef að “einhver einræðisherran ákveður að ráðast á íslandi” (yeah right)
Hvort sem það er eitthvað líklegt eða ekki, þá erum við a.m.k. í Nato OG við erum í Evrópu.
Og það eitt og sér, að vera í Evrópu, þýðir það að við njótum aðstoðar Evrópu ef eitthvað fer í steik.
Teljum við okkur annars ekki vera Evrópuþjóð…. eða erum við bara bandamenn Bandaríkjana?
Þáttaka Íslendinga í Nato er ábyrgðarhlutverk og gerir okkur ábyrga fyrir aðgerðum Nato…. eitthvað sem mig grunar að ráðamenn þessarar þjóðar taki allt of létt og segi bara já og amen við því sem “við eigum að samþykkja”
Fyrir þá sem segja að ganga í EU, skerði sjálfstæði landsins vil ég benda á að við erum nú þegar í Nato, sem með sömu rökum þýðir að sjálfstæði landsins er nú þegar skert.
En eins og flestir eru búnir að átta sig á, eru tvær hliðar á þessu herstöðvarmáli, en ég held að það sé ágætissátt um það að a.m.k. að halda herstöðvinni í þeirri stærð sem hún er….. allaveganna að styðja ekki að því að auka umfang hennar….
En það gæti vel farið svo að repúblikanar verði “herstöðvarandstæðingum” óvæntur “bjargvættur” því að það er mjög líklegt að Bush, verði hann forseti, muni draga saman segl USA á íslandi að einhverju leiti. Þá ályktun dreg ég að ummælum fjölmargra stjórnmálaspekúlanta í USA sem tala um það að stefna þeirra í utanríkismálum verði að minnka umsvif hersins utan Bandaríkjana.