Komiði sæl.
Eftir að ég sá viðtalið við elsku fjármálaráðherrann okkar í Ísland í dag í gær fór ég að velta fyrir mér einu sem hann sagði.
En það var að ástæðan fyrir skattalækkununum á fyrirtækin væri sú að með því væri verið að skapa betri rekstrargrundvöll fyrir fyrirtækin sem ætti svo að leiða til hærri launa fyrir fólkið.
En er það ekki stefna fyrirtækja að halda launakostnaði alltaf í algjöru lágmarki? A.m.k ef ég væri að reka fyrirtæki með fólk í vinnu myndi ég vilja borga því sem minnst laun.
Heilbrigður atvinnurekandi hlýtur að hugsa þannig að eftir því sem hann þarf minna að borga í laun kemur meira í vasa hans í staðinn.
Þannig að mér finnst það gefa auga leið að þessi fíflagangur sem á sér stað með lækkunum á sköttum á fyrirtæki sé ekki í þágu fólksins, hann er til þess að skapa auð fyrir atvinnurekendur og búa þannig til stéttaskiptingu.
Vinnan sem Jóhanna Sigurðardóttir er að vinna fyrir okkur skattgreiðendur er stórkostleg og hefði í raun átt að vera byrjað á henni fyrir löngu síðan.
Hugsið ykkur lítilsvirðinguna við skattgreiðendur hvernig Geir H Haarde svaraði gagnrýninni á skattakerfið í utandagskrárumræðunum (í dag 04.nóv) en hún hljóðaði á þann veg að ein af ástæðunum fyrir því að verið væri að gagnrýna skattakerfið núna væri sú að það væri að koma að prófkjöri hjá Samfylkingunni!!!!!
Það er mín von kæru Hugarar að þið hugsið ykkur tvisvar um áður en þið farið að kjósa.
kv. biggioli