# Vatnaflutningur í sovétstíl. Jökulsá á Brú verður flutt milli héraða.
# Fossaraðir í Jökulsá í Fljótsdal, Keldurá, Jökulsá á Brú o.fl. hverfa.
# Aurfljót Jökulsá á Brú verður flutt í Lagarfljót með tilheyrandi framburði
# 40 kílómetrum af fágætu gróðurlendi verður drekkt.
# ‘Ometanlegum víðernum og jarðsögumenjum verður eytt.
# Hálslón verður á stærð við Hvalfjörðog í því verður 70 metra munur “flóðs og fjöru”.
# Nýjar jökulárleirur valda áfoki sem mun eyða tugum ferkílómetrum af gróðurlendifari uppblástur af stað.
# Stærsta meðvitaða gróðureyðing í ’Islandsögunni.
# Stórum búsvæðum hreindýra og fugla verður eytt.
# Kárahnjúkastífla verður tveir og hálfur Hallgrímsturn að hæð
(190 m).
# Að neðan verður Kárahnjúkastíflan jafn breið hæð Esjunar (700m).
# Aðrennsligöng yrðu 70 km, margfalt lengri en veggöng á landinu.
# Með Kárahnjúkavirkjun verða yfir 80% raforku í landinu seld stóriðju.
# Virkjunin eykur fjárskuldbindingar Reykvíkinga um 65 milljarða króna.
# Rekstrarhalli mun nema milljörðum króna á ári.
# Raforkuverð til almennings mun hækka um 30-50%.
# Almennir vextir munu hækka um allt að 2%.
# Rammaáætlun ríkisstjórnarinnar um helstu virkjanakosti sýnir að Kárahnjúkavirkjun veldur hvað mestum umhverfisspjöllum en er ekki meðal hagkvæmustu kosta þrátt fyrir stærð.
# Tap á náttúrugæðum mun nema tugmilljörðum króna.
# Mikill meirihluti þjóðarinnar er hlynntur þjóðgarði norðan Vatnajökuls.
# Skipulagsstofnun hafnaði Kárahnjúkavirkjun vegna umtalsverðra og óafturkræfra umhverfisáhrifa.
# Skipulagsstofnun taldi hagrænar forsendur virkjunar veikar.
# Náttúruverndarsamtök 'Islands o.fl. stefna umhverfisráðherra vegna úrskurðar um umhverfismat Kárahnjúkarvirkjunar.
# Hæstiréttur fellst á að Náttúruverndarsamtökin o.fl. eigi rétt á að skorið verði úr um fjölmörg ákæruefni varðandi málsmeðferð ráðherra.