geirag.
Það vil ég þér segja að eftir að hafa verið með nefið ofan í heilbrigðiskerfinu í hálfan áratug, þá komst ég í þá aðstöðu að kynna mér ögn betur málefni sjávarútvegsins á Íslandi.
Þar virtist um tíma öllum árum róið að því að útrýma til dæmis smábátaútgerð með uppkaupum af
svokölluðum Þróunarsjóði á aflaheimildum smábátasjómanna, sem þó hafa stundað eigin starfssemi og greitt af þeim skatta og skyldur og ógni ekki stærð fiskistofna og ´stundi náttúruvænar fiskveiðar.
Stóru sjávarútvegsfyrirtækin sem skráð voru á hlutabréfamarkaði skiluðu hins vegar ekki tekjuskatti en arði til hlutabréfaeigenda, sökum þess að fyrirtækin keyptu upp tap til afskrifta til þess að losna við skattgreiðslur.
Þótt þú teljir um að ræða biturð af minni hálfu varðandi mínar skoðanir í því efni þá get ég sagt
þér að allt aðrar forsendur liggja þar að baki.
Nú síðast í dag hlýddi ég umræður á útvarpi sögu þar sem forstöðumaður félagsvísindadeildar Háskólans var í viðtali , Stefán Ólafsson, en sá hinn sami hefur fært fram í ræðu og riti þjóðhagslega ágalla þess fiskveiðikerfis sem nú er við lýði, ,með þeirri byggðaröskun og hinu óhagkvæmu fólksflutningum er kerfið hefur orsakað fyrst og fremst.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hlýði á þennan mann eða aðra benda á mjög svo augljósa annmarka kerfis , kerfis sem við lýði er enn í aðalatvinnuveg þjóðarinnar og skilar ekki því til baka til þjóðarinnar sem skyldi, því miður.
Það er ósköp leiðinlegt að enn er mjög til að dreifa mikilli fáfræði um afleiðingar kvótakerfis í sjávarútvegi á þjóðhagslegan mælikvarða en ég hefi oft bent á einföld dæmi, svo sem þau atriði til hvers í ósköpunum við skattborgarar höfum verið þáttakendur í uppbyggingu skóla, heilsugæslu, hafnarmannvirkjum, og öllu öðru úti á landi í hinum dreifðu byggðum ef meiningin var virkilega að henda öllu þessu sem verðlausum eignum.
Hvar er ábyrgð þeirra er tóku ákvörðun um skipan mála og þróun fiskveiðistjórnunar með leyfisveitingu í formi laga um framseljanlegar og seljanlegar aflaheimildir. ( góðærið !! ) ?
Stórútgerðin er því miður ekki velstæðari en svo að ríkið hljóp undir bagga og setti bráðabirgðalög á laun sjómanna til þess að ekki færi allt á hausinn. Sama má segja um olíuhækkanir
slíkt þolir útgerðin ekki.
Ekki hefur verið sýnt fram á það að kerfi þetta stuðli að nauðsynlegri verndun fiskistofna, þvert á móti hefur fundist hvati innan kerfisins til þess að kasta verðmætum til þess að ná í skammtímagróða og rannsóknir á afleiðingum veiðiaðferða stórskipaútgerðar er enn ekki komin á kortið hér á landi því talið er að stór hafsvæði séu auðnin ein vegna stórkostlegrar notkunar botnveiðarfæra sem aftur þýðir röskun á lífríkinu.
Tilraunir stjórnvalda til þess að minnka veiðar í þessu kerfi með línu eða handfærum eru því hjákátlegar í ljósi þessa en slíkar veiðar eru það sem alþjóðasamfélagið undirskrifar undir formerkjum raunverulegrar sjáfbærni. Allt tal um hagkvæmni í formi peningalegs gróða hjá stórskipaútgerðarfyrirtæki sem ekki skilar sér í formi tekjuskatts af rekstri, nýtist eðli máls samkvæmt aðeins eigendum og hluthöfum, öðrum ekki og er vægast sagt afstætt ef litið er á heildarmyndina sem ég held að hver maður þurfi að gera fyrr eða síðar.
Skýringuna á því hve hinu opinbera gengur illa að lækka skatta á almenning og reka eigin velferðarþjónustu er því að finna þarna ég endurtek hvort sem mönnum líkar betur eða ver.
Sökum þess að hér er um að ræða aðalatvinnuveg þjóðarinnar þar sem um það bil 70 % af útflutningsverðmætum verða til og ef slíkt skilar sér ekki í sköttum þá hvað !!
Traust fyrirtæki skila sköttum, samkvæmt innkomnum arði, þau er iðka bókhaldsleiki með uppsafnað tap, þarf að sérskattleggja með öðru
móti að öðrum kosti eiga slík fyrirtæki ekki að eiga aðgang að sameiginlegum auðlindum landsmanna allra, sem lög kveða á um að sé sameign.
Vegna sofandaháttar í samstarfi núverandi stjórnarflokka hefur verið látið reka á reiðanum og neitað að horfast í augu við staðreyndir þessa sem henta ekki hagsmunum þeirra er þar standa við stjórnvölinn og hafa ef til vill hagsmuni sjálfir að núverandi skipan mála.
Flóknara er það nú ekki.
kv.
gmaria.