Þegar svo er komið að ráðamenn þjóðarinnar, þykjast ekki hafa hugmynd um kjör þorra manna lengur og koma fram í sjónvarpi til þess að reyna að telja mönnum trú um það að svart sé hvítt þá er illa komið. Ef svo kynni að vera að ráðherrann vissi ekki betur þá má spyrja um hverjir eru ráðgjafar hans ?
Getur það virkilega verið að skuldastaða heimila í landinu beri þess vitni að landsmenn búi við góð kjör ?

Vantaði kanski að viðskiptaráðherra ásamt félags og heilbrigðismálaráðherra væru einnig til viðtals ásamt fjármálaráðherra um auknar álögur á landsmenn svo ekki sé minnst á sjávarútvegsráðherrann sem ekki virðist hafa af því áhyggjur þótt stórútgerðin taki ekki þátt í samneyslunni sökum afskrifta á tapi í svo sem áratug og þar liggi hundurinn grafinn að hluta til.

Hví ekki að boða fulltrúa A.S.Í í viðtal með ráðherrunum og vita hvers vegna þeir hinir sömu hafa samið svo mikið af sér með öllum sínum hagfræðingum þar innan dyra ?

Ef til vill vegna fjárfestingar lífeyrissjóða í útgerðinni en stjórnarmenn lífeyrissjóða eru jafnan sömu og gegna forystu fyrir verkalýðinn, sem vinnur hjá útgerðinni.

Ekki væri úr vegi að týna úr stjórnarmenn úr röðum flokka og verkalýðshreyfingar er sitja í stjórnum banka til þess að skrafa um þróun mála til handa hagsmunum skattgreiðenda en þá hina sömu hagsmuni verða stjórnmálamenn nefnilega að gjöra svo vel að horfast í augu við fyrir næstu kosningar, hvort sem um er að ræða handónýta stjórnarandstöðu ( utan Jóhönnu ) eða ríkjandi stjórnvöld.

með góðri kveðju.
gmaria.