Warez-Þjófnaður?
Ýmist frægt fólk, tónlistamenn, kvikmyndastjörnur o.fl. eru á móti því að hlaðað sé niður tónlist þeirra, bókum og myndum. Rök t.d Britney Spears eru þau að þetta sé það sama og að taka geisladiskinn úr búðinni og stela honum. Síðan eru rök margra á móti að það sé svo hrikalega hátt verð á geisladiskunum. Þeir tími hreinlega ekki að eyða 3000-6000 kr fyrir disk. Og þá geta þeir sagt að þetta sé nánast eins og að stela peninginn beint upp úr veskinu þeirra. Hollywood-stjörnur o.fl. fá mikinn pening fyrir að búa til lög. En það fylgja því náttúrlega miklir gallar eins og minni virðing fyrir einkalífi stjörnunnar og að stjarnan þarf að vinna sífellt að ímynd sinni. Síðan eru þau rök að þetta fólk sé bara að vinna við sína vinnu. Afhverju eiga þau að fá hærri laun en annað fólk. Og að afhverju á þetta fólk ekki skilið að fá há laun. Segjum að stjarna fái 20 milljón dala fyrir eina mynd. Þ.e. 20.000.000$ * 90kr/$=1.800.000.000 kr. Sumum finnst þetta vera gífurlega há tala. Oftast þó ekki stjörnunum.