Nei, það ætla ég ekki að gera og á ég að segja þér af hverju?
Af því ég veit að fólk hefur mismunandi áherslur á sínum spilaháttum og vill tala um það. Þó svo ég hafi ekki áhuga á þeim spilahætti sem þú, hakkabuff og Fizban (að þinni sögn) virðist stunda þá ætla ég ekki að benda á einn né neinn og segja að viðkomandi hafi ekki rétt á að tala um sitt áhugamál hér.
Aftur á móti geri ég líka ráð fyrir að mér sé sýnd sama virðing og tillitsemi.
Þegar ég kommenta á statblokkagreinar og þvíumlíkt þá er það yfirleitt á fremur neikvæðum nótum, ég játa það, en það er líka vegna þess að mér er annt um mitt áhugamál. Mér þykir leiðinlegt að sjá þegar fólk tekur þessa stórskemmtilegu hugaleikfimi og breytir henni í ekkert nema uppraðanir á tölum til að ná sem mestu “damaga output-i” osfrv.
Þau fáu skipti sem einhver hefur vogað sér að tala um roleplay á þeim nótum að tölurnar skipta ekki máli heldur persónan, sagan og hugsunin, þá hefur það verið dritað niður af mikilli hörku oft (þarf ég að minna á AtlaM hérna).
Ég legg til að í stað þess að benda á fólki og hrópa “bann” þá skulum við bara sætta okkur við það að ekki allir hafa sömu sýn á hvað spunaspil er og ætti að vera. Þeir sem vilja setja út á ákveðinn spilahátt geta gert það og hinir geta leitt það hjá sér, því á endanum skiptir það engu máli, við gerum það sem okkur og okkar hópum finnst skemmtilegt.
“I'm not young enough to know everything”