Nú er fyrsta fáfnismótinu (Fáfnir X) eftir endurrisu lokið, og tel ég víst að ánægja með mótshald hafi verið almenn og mikil. Ég vona að þessi fjöruga helgi og umræður um hana verði til þess að auka enn frekar skriftir á okkar ágæta hugasvæði, þar sem okkur gefst nú tækifæri til að velta fyrir okkur atburðum helgarinnar. Ég hvet þá sem luma á skemmtilegum sögum og frásögnum að stíga nú endilega fram með penna (lyklaborð) í hönd og segja okkur hinum frá. Allir eru forvitnir að heyra hvað fram fór og hvernig, bæði við sem vorum á sjálfu mótinu og sér í lagi kannski þau okkar sem ekki komust að þessu sinni.
Ég vona að ég geti hlakkað til skemmtilegra umræðna framundan um bæði liðið og komandi spilamót, innihald þeirra og umbúðir.
Sjáumst hress og kát á Fáfni XI í janúar!
Kær kveðja,
Vargur
Spunaspil Administrato