hérna hefurðu aðalatriðin úr þessu letingi
Roleplay (RPG), eða Spunaspil einsog orðið hefur hvað best verið íslenskað, lýsir ákveðinni tegund ævintýraleikja sem vinsælir hafa verið í grasrótinni í um 3 áratugi. Þekktasta spunaspilið er sennilega gamla Dungeons & Dragons sem gegnum tíðina hefur fengið misgóða útreið í fjölmiðlum. Þó spil þessi notist við eitthvað af hefðbundnum búnaði borðspila (s.s. tenginga) eru þau gjörólík öðrum spilum og í algjörum sérflokki. Í spunaspilum taka leikmenn sér hlutverk einnar söguhetju í ímynduðum heimi og vinna saman að því að leysa ýmis vandamál, ólíkt venjulegum borðspilum þar sem leikmenn etja kappi hver við annan. Spunaspil eru sennilega álíka vinsæl á Íslandi og hinum vesturlöndunum og eru sennilegast af einhverju magni leikin af hátt upp undir þúsund manns á Íslandi. Spilin eru leikin af hópum leikmanna frá 10 ára aldri og uppúr þó algengasti hópurinn sé sennilega á bilinu 15-30 ára.
imagination is more important than knowledge.-Albert Einstein