Hæ,

Jæja, ég og nokkrir vinir spiluðum D&D 3rd edition um helgina, fyrsta spileríið í svona 6-7 ár þannig að við keyptum þarna D&D beginners pakkann, héldum að það væri gott quick-start á nýju reglurnar.. oh boy höfðum við rangt fyrir okkur :)
Well ok, þú lærir þarna á nokkrar reglur en overall mæli ég ekki með þessum pakka.
Ævintýrin eru mjög simple og fylgir svona kort með tokens á til að spila út bardaga.
Við prófuðum þetta í 2 fyrstu ævintýrunum en þegar allir voru að gefast upp þá ákváðum við að sleppa kortinu og útkljá bardagana bara \\\\\\\“í huganum\\\\\\\”.. og það gerði sko mikinn mun! Ævintýrin urðu miklu skemmtilegri, við vorum allir sammála um að þetta kort skemmdi fyrir og beindi athyglinni of mikið að því, í staðinn fyrir að ímynda sér o.s.frv.
Í staðinn reyndum við að hafa alltaf á hreinu hvar hver er.
S.s. ég mun ekki nota svona kort/miniatures aftur, við viljum frekar roleplay en rollplay.. og þessi ævintýri voru ALLTOF mikið fókusuð á að drepa monsters, í staðinn fyrir þrautir og þannig… oh well, ekki hægt að hafa allt perfect ;)