Ég hef heldur ekkert á móti herkænskuleikjum Gourry, þó ég leiki þá ekki sjálfur, en málið er að þeir eru ekki spunaspil. Ef samfélag einsog þetta (hugi.is) á að virka almennilega þá verður að virða mörkin, annars verður úr hrærigrautur. Þú sérð meira að segja að á huga.is er til sérstaklega áhugamálin “Enska deildin” og “Ítalski boltinn” , og það eru til sér áhugamál fyrir ýmsa einstaka tölvuleiki (samanber Diablo), þannig að mér þykir ekki nema sjálfsagt að Spunaspil fái að vera spunaspil. Svona til að vera með, þá má líka til gamans geta að girni í veiðistöngum er búið til úr polyester-blöndu, en ég geri ekki ráð fyrir að fólk ræði efnafræði á Veiði-áhugamálinu ;-)
Kveðja,
v a r g u