Ég á þetta til - fín bók, jafnvel þó þú notir ekki core klass variantana.
3e bard vs. Monte Cook bard - Það er eiginlega ekki hægt að bera þetta saman. Bardinn hans Monte er það ólíkur bardinum í PHB. Í stað arcane magic þá fær hann sína eigin tegund af music magic. Hann fær áfram slatta af skill points og aðgang að hrúgu af skills, en hann er ekki lengur með þessi performance-based bard abilities (að mig minnir). Þetta er fínn klassi fyrir þá sem hafa gaman af öðruvísi character klössum en hann “lagar” ekki PHB bardinn.
3e sorcerer vs. Monte Cook sorcerer - Hér er Monte hins vegar að laga sorcerer klassann ansi mikið.
Sorcererinn í PHB er aumingi (d4 hit dice) með pínu skill points og ömurlega lítið skill selection þar sem er ENGINN charisma-based skill (skrýtið m.v. að charisma er primary stat fyrir sorcerer). Þessir hæfileikar sorcererins að geta dælt út göldrunum sínum að vild án þess að vera búinn að leggja þá á minnið er í alveg 100% mótvægi við það að þeir geta bara lært ca. 5 galdra á hverju leveli (og svo getur hann hvort eð er ekki kastað nema avg. 2 spellum meira á hverju leveli per dag en wizard á sama caster leveli). Hann fær heldur ekkert einasta level benefit svo sem auka feat eða neitt slíkt fyrir utan familiar, og hann er með sama hrikalega lélegann attack bonus og saves og wizardinn er með.
Monte Cook sorcererinn er orðinn ansi hressari (með d6 hit dice), er þó með sömu attack bonus og saves töflurnar, en fær útgáfu af Eschew Materials feat-inu frítt á 1. leveli sem virkar þannig að hann þarf ekki spell components fyrir neinn spell þar sem componentið kostar minna en 25 gp. Fyrir 25gp og yfir þá getur hann annað hvort notað component eða brennt 1 xp/25 gp virði. Skill listinn er orðinn aðeins stærri (vantar þó bluff þarna inn), og spells known listinn er orðinn jafnari og maxar í 5 á flestöllum levelum, ekki 4 á sumum eins og í PHB.
Ef þetta væru einu breytingarnar þá væri sorcererinn virkilega orðinn nothæfur klassi (og er notaður svona í mínum campaignum án nokkurra game balance vandræða), en af einhverjum ástæðum þótti Monte að hann þyrfti endilega að gera sorcererinn verri á nýjann leik. Hann breytir galdralistanum fyrir sorcererinn, strimlar hann niður í ekki neitt, og færir fullt af göldrum á milli levela án nokkurra sýnilegra ástæðna. T.d. er Haste nú á 4. leveli en Fireball er ennþá á 3. leveli. Ég mæli ekki með því að þeir sem nýti sér Monte Cook sorcererinn noti hans útgáfu af spell listanum.
Svona af því að ég er nú kominn af stað þá langar mig að bæta við 3. klassanum sem Monte hefur fiktað við - hann er hins vegar ekki í BoEM2 en er fáanlegur frítt á www.montecook.com undir archive/the stuff.
3e ranger vs. Monte Cook ranger - ég held að það þurfi ekki að segja neinum að rangerinn í PHB er ömurlega lélegur klassi. Ok, hann fær eitt gott save og góðann attack bonus (alveg eins og fighter), hann hefur aðeins fleiri skill points en fighter og mun betra skill selection, en hann hefur bara einfaldlega ekki neitt annað af viti. Já en, segir fólk, hvað með spell ability og favored enemy og frítt tracking, 2wp fighting og ambidexterity á 1. leveli? Sko - Spell ability: CRAP. Það kemur til allt of seint of er ekkert sérstakt. Nothæft en ekkert sérstakt. Virkar best ef þú átt t.d. wand of cure light wounds og cleric grúppunnar fer í klessu og getur ekki notað hann. Favored enemy: Virkar, en bara þegar DMinn nennir því. Nema campaignið gangi út á að slást við þau kvikindi sem rangerinn er með sem favored enemies eða gerist allt á svæði þar sem er morandi í þeim þá nýtist þetta mjög illa. 2wp fighting/ambidextery: Nýtanlegt ..en.. virkar BARA ef þú ert með 2 vopn (og annað er minna en hitt að mig minnir) en EKKI ef þú ætlar t.d. að nota off-hand til að gera eitthvað ef hin er í klessu eða höggvin af eða eitthvað slíkt. Fyrir utan þetta hefur PHB rangerinn nákvæmnlega enga level-based benefits.
Monte Cook rangerinn eykur skill point fjöldann á rangernum úr 4 í 6, droppar hit dice úr d10 í d8, gefur rangernum gott reflex save í viðbót við gott fortitude, heldur sama attack bonus, hendir út 2wp fighting og ambidexterity en heldur track og gefur 1 bonus feat á 1. leveli í staðinn fyrir 2wp ft/ambidex blönduna. Spell ability og favored enemy er það sama en í viðbót fær rangerinn feat á lvl 4 og á 3-4. leveli eftir það (man það ekki nákvæmnlega). Sem sagt - mun betri klassi og mun betur úthugsaður en PHB rangerinn.
Rúnar M.