Level adjustment er bölvað andskotans rugl!
Og þessi ákveðna grein er ennþá meira rugl þar sem hún verulega ofmetur ansi mörg critter sem hægt er að nota sem player charactera. Og svo til að gera þetta ennþá asnalegra þá vantar ECL á nokkur mikilvæg critter, eins og t.d. varúlfana.
Persónulega fannst mér xp penalty prósentan í 2nd ed virka alveg ágætlega og það gerir hún ennþá í 3rd edition.
ECL kerfið gerir m.a. ráð fyrir því að öll þessi critter séu alltaf með sitt base hit dice, þannig að allir Ogres eru með 4hd (að mig minnir) áður en þeir geta fengið level.
Ef þú tekur t.d. Minotaur sem er eitthvað í kringum 6hd og eru reyndar voða sterkir og hraustir o.s.frv. þá eru þeir með ECL einhvers staðar í kringum 10 í þessari blessaðri grein.
Ég bara spyr, myndi einhver nenna að spila Minotaur í 11. level campaigni sem er bara með 7 hit dice (6 base +1 f. levelinn)? Og bara með 7. levels bab og saves?
Það er hægt að lækka ECL-ið niður með því að droppa öllum hit dice (ath að 1hd=+1ecl). Einnig þarf að endurskoða aðeins hvaða abilities viðeigandi critter fær (t.d. til að ákveða hvort maður vill nokkuð hafa svona critter sem PC í spilinu hjá sér) og jafnvel lækka ECL út frá því.
Til að koma aftur að XP penalty dæminu þá framreiknaði ég hvaða xp mismunandi race með ECL þyrftu til að komast á lvl 20 m.v. human. Skv því þá þarf ECL +1 critter ca. 10% meira xp, ECL +2 ca. 21%, og ECL +3 ca. 32%. Ég læt þetta rúlla á heilum tugum í spilum hjá mér.
Í campaigninu hjá mér eru núna t.d. Air Elemarn (alternate Genasi, sjá www.seankreynolds.com) sem er ECL +1 og Pevishan (sjá Mythic Races frá Fantasy Flight) sem er ECL +2. Sá fyrri er með 10% xp penalty en sá seinni 20%. M.v. hvað þeir fá út úr því race sem þeir spila þá er þetta bara nokkuð fair.
Rúnar M.