Hæ,
Mig langar að vita hvernig DMs sem stjórna D&D taka á \“reglupexurum\” þ.e.a.s. fólki sem segist alltaf vita betur og opnar reglubók á réttri blaðsíðu með puttann á málsgrein eða töflu áður en þú segir sagt \“Geirfinnur\”
OK allt gott og blessað með það að gott er að fylgja reglum.. en mér finnst eins og reglur eigi að vera \“guidelines\”.. s.s. hjálpa til við roleplay en ekki koma í staðinn fyrir það! (ROLEplay en ekki ROLLplay, hehe)
T.d. væri ekki ágætt að banna bara spilurum að vera með bækur uppá borði? leyfa bara að nota þær þegar að vantar að vita eitthvað (DM getur geymt þær).. mér finnst t.d. óþolandi þegar DM er að lýsa t.d. encounter við einhverja ófreskju og einhver spilarinn tekur upp Monsters Manual og flettir uppá skrímslinu, annaðhvort til að vita stats á því eða komast að því hvað þetta er, og jafnvel byggja ákvarðanir fyrir encounterið á því hvað hann sér? Ok, þarna segja sumir \“Já en minn character þekkir þetta skrímsli, hefur hitt það áður\”.. þá segi ég \“So what? hefur hann hitt akkúrat ÞETTA hérna?\” ég meina þó að character hafi lent í svipuðum encounter áður.. þýðir það að hann viti t.d. hversu mörg hitpoints eða AC monsterið hefur??? ó nei :)
Ég er að fara að starta campain í D&D 3rd edition eftir nokkrar vikur og ég er að spá í að hafa þetta svona hjá mér.. s.s. einblína á söguna og lýsingar en ekki \“Ok, eftir veginum koma 2 orcs og 2 kobolds\” .. ick!
Hvað finnt ykkur hinum? :)