Já, það er rétt Gourry að hvert kvikindi er efnislega heldur rýrt miðað við hvernig var í gömlu AD&D Monstrous Compendium-unum. Ég varð þó ekki fyrir vonbrigðum. Mér þykja koma fram þær upplýsingar sem vantar hverju sinni, og ekki er verið að þvæla sig í of miklum smáatriðum (einsog í Monstrous Compendium). Þetta þýðir auðvitað að í staðinn rúmast á síðum bókarinnar fleiri kvikindi, sem er auðvitað gott mál. Annað er líka gert sem sparar pláss og mér þykir stórkostlegt. Það er að búið er að taka Animals og Vermin og setja einfaldlega upp statistics, án ýtarlegra lýsinga, sem var auðvitað óþarft fyrir dýr sem til eru í raunveruleikanum. Þá vitneskju má nálgast á svo margan annan máta. Það er rétt sem þú segir að það er svolítið ólæsilegt hvernig lýsingar kvikindanna flæða hver á fætur annarri, í stað þess að vera settar upp skipulega, ein á blaðsíðu (einsog í Monstrous Compendium), en aftur og enn á ný, þá sparar þetta pláss, sem er gott því þá rúmast meira í bókinni :)
Við sjálf efnistök bókarinnar er ég bæði ánægður og ekki. Það er þarna mikið af fínu efni, teikningar eru góðar og sýna útlit kvikindanna betur (ekki bara portrait einsog oft voru í MC). Ég er hinsvegar ósáttur við áherslur á tegundum kvikinda. Mér þykir of mikið af því sem kallað er \“Outsiders\”, extra-planar kvikindi sem mér þykir lítið koma flestum standard sword & sorcery ævintýrum við. Réttara finnst mér að þeim hefði verið fækkað og fleiri \“Creatures\” sett í staðinn, því þau eru, auk goblinoida, einhver nýtanlegustu kvikindin sem maður finnur í svona bókum.
Góðar stundir,
Vargu