Ég myndi tala við bókaforlagið Iðunni. Þeir gáfu það út á sínum tíma. Þeir ættu að geta reddað því ef einhver. Sé það \“out-of-print\” er málið bara að fara niður í Nexus VI og auglýsa eftir notuðu eintaki. Varastu þó, að kassinn innihélt ýmislegt smálegt sem þú vilt sennilega ekki missa af. Í honum voru tvær bækur, kort, \“Character Sheets\”, teningasett og fleira.
Askur er ágætiskerfi, og mjög gott sem frumraun Íslendinga í útgáfu á þessu sviði. Þeir bræður Jón og Rúnar unnu gott verk.
Nokkur af skemmtilegri mómentum í minni spilasögu tengjast einmitt Aski Yggdrasils. Ég var að vinna við að selja og kynna það fyrir jólin sem það kom út, og við sátum þarna nokkrir við kynningarborð á miðjum aðalganginum í Kringlunni og spiluðum við kertaljós á meðan forvitnir vegfarendur góndu á okkur. Það var sko upplifun í lagi! :-)