Evil characterar þurfa ekkert að vera óþolandi. Ef miðað er við D&D þá gæti character alveg verið neutral evil eða lawful evil og virkað fínt sem team player o.s.frv.
Það veltur allt á þeim sem spilar þennan evil character hvort hann er óþolandi eða ekki. Ég hef séð spilara sem hafa spilað evil charactera og “neutral with morally bankrupt tendencies” charactera spila sína charactera þannig að þeir virki mjög vel innan hópsins. Það er bara ekki sérstaklega gott að blanda þeim saman við of mikla do-goodders svo sem paladinas, clerics sem þjóna justice/pure goodness guðum og örðum slíkum einstaklingum.
Svo hef ég líka séð spilara fremja hinn ófyrirgefanlega glæp meðan þeir voru að spila slíka charactera - að stela tíma frá hinum spilurunum. Þeir sem spila svona charactera lenda stundum í þeirri grifju að spila sína charactera sem slíka óttarlega eiginhagsmunaseggi að plottin þeirra eru farin að taka tíma frá aðal spilinu og hinum spilurunum sem verða pirraðir fyrir vikið (nema að DM-inn stöðvi þá eins og hann á að gera; solo-play á alveg rétt á sér undir ákveðnum kringumstæðum en ekki bara til að svala leyndarmálafýsn og ég-fyrst-áráttu spilara).
Í þessum tveimur kerfum sem ég veit um þar sem alignment er notað, D&D og Palladium, þá er ekkert mál að hafa evil og morally bankrupt charactera, þeir mega bara ekki vera of ýktir, alveg eins og do-gooderarnir mega ekki vera of ýktir heldur, a.m.k. í campaignum þar sem öll eða flest öll alignmentin eru leyfð.
Alignment á svo auðvitað ekki heima í öllum kerfum/campaignum. Ég veit af bæði DM-um sem hafa hent alignment út úr D&D og öðrum sem hafa sett svipað concept inn í kerfi eins og t.d. GURPS. DM-inn er auðvitað maðurinn sem stýrir campaigninu og þarf að geta sagt nei við spilara sem koma með charactera sem ekki passa inn í það sem hann hefur hugsað sér að gera.
Sem dæmi er ég núna að stjórna litlu campaigni þar sem aðalatriðið er að characterarnir eru “hetjur” sem eru ekkert endilega að leita að gulli og frægð (þó þeir segi ekki nei við því) heldur eru líka tilbúnir að láta gott af sér leiða án þess að það sé einhver utanaðkomandi aðili að bíða eftir því að þeir banki upp á hjá honum og biðji um gullsekkinn sinn því nú séu þeir búnir að hreinsa út draugakastalann hans (það þýðir ekki að þeir fái ekki “laun” fyrir, bara að þeir eru ekki harðsoðnir málaliðar). Í þessu campaigni hentaði skiljanlega alls ekki að characterarnir væru evil og voru þau alignment bönnuð með öllu.
Í þessu dæmi hjá þér með vörðinn - ef þetta væri vörður í kastala einhvers illvirkja, þá gæti good character alveg laumast aftan að honum og aflífað hann án mikils samviskubits, ef þetta væri hins vegar city guard þá myndi sá hinn sami augljóslega ekki myrða vörðinn en það er ekkert sem hindrar hann í því að rota manninn, binda hann og kefla, og troða inn í skáp eða undir tröppur einhvers staðar þar sem hann finnst ekki á meðan characterarnir gera það sem þeir þurfa að gera.
Neutral character gæti t.d. alveg laumað löngum fingrum í vasa nokkurra einstaklinga til að geta verslað sér útbúnað, en hann gæti hins vegar ekki verið lawful. Jafnvel good character gæti gert slíkt hið sama en myndi þá bara stela frá hinum ríkari og bara ef alger nauðsyn lægi við (og helst ef sá sem rændur er ætti það skilið :) )
Svona lít ég a.m.k. á málið.
Rúnar M.