Sælt verið fólkið,
Ég er hérna gamall spilari sem hef ekki spilað í svona 6 ár en hef áhuga á að koma mér aftur af stað, er farinn að sakna þess að spila of mikið :P
Ég er byrjaður á að lesa bækur til að koma mér aftur inní “fílinginn” og er að velta fyrir mér hvaða góðar bækur eru í gangi í dag.. gott að vita svona áður en ég trítla niður í Nexus með veskið ;)
Hef verið að lesa núna eina sem kom útí fyrra sem heitir “Realms of Arcane”, helv. fínt smásagnasafn.. og á svo að eiga einhversstaðar Elminster bækur 2 & 3, en þær eru í láni :P
Endilega látið mig vita ef þið hafið lesið eitthvað sérlega gott undanfarið :)
Btw.. hvernig er 3rd Edition að leggjast í fólk? :)