Þetta er líkt StarCraft nema það að það er ekki hægt að byggja units í miðjum leik. Áður en spilað er er ákveðinn punktafjöldi. Venjuleg stærð er í kringum 1000-1500 punktar. Svo tekur þú upp kallana þína og býrð til her sem er samtals X punktar. Ákveðnar reglur eru til varðandi hvernig herinn á að vera. Einn Commander. X-mikið basic infantry og X-mikið Advanced Infantry og X-mikið af vehicles. Svo er kastað teningi og sá sem tapar byrjar að deploya units. Þegar hann er búinn þá deployar hinn (hann fær smá advantage þar sem hann er búinn að sjá hvernig hinn er uppsettur og getur raðað samkvæmt því.) Svo tekur hver player turn til að færa karlana. Þeas þeir skiptast á (ekki beint RTS þannig séð). Svo er oftast spilað bara 4 tarnir á mann (alveg nóg) nema punktafjöldi sé eitthvað stærri. Svo eru reiknuð stig eftir því hvað hver drap mikið. Svo eru spiluð campaigns í þessu þar sem fólk er með mission objectis og svo framvegis. Þetta spil er yfir 20 ára gamalt og er mjög vinsælt í Bretlandi (er Breskt að uppruna). Margir sem keppa í þessu og spila þetta en svo eru líka talsvert margir sem eru bara í þessu til þess að mála og búa til terrain. Það er oft keppni þar sem fólk sýnir flottustu kallana sína. Warhammer 40k er mjög skemmtilegt spil og ég vildi óska þess að ég hefði meira tíma til þess að spila það og mála kallana mína en menntun mín gengur fyrir.
____________________
Gourry
www.svanur.com
[------------------------------------]