Þannig séð er þetta líkt þeim. Þú ert með kall sem þú stjórnar sem þú bjóst til sjálfur. Þú býrð til background fyrir hann(hvar hann ólst upp, afhverju hann hatar bleikar kanínur etc…) Síðan lifir þú hans líf í heimi sem einn sér um að stjórna, ie. Gamemaster. Gamemaster er hálfgerður leikstjóri, Hann sér um að stjórna heiminum og hvað gerist í honum. Þegar kallinn þinn vill tala við einhverja föngulega þjónustustúlku þá mun hann sjá um að láta hana svara, möo hann er þjónustustúlkan. Svo leggur hann einhvern grundvöll fyrir einhver ævintýri eða quest. Þar sem þú kannast við Baldur's Gate og Vampire þá má geta að nýji leikurinn Neverwinter Nights mun gefa þetta frelsi. Þú leikur kallinn þinn á meðan einn gamemaster sér um að skapa heim og stjórna honum. Hlutverkaspil ætti eiginlega að útskýra sig sjálft. Þú tekur að þér hlutverk sem þú leikur. Svo getur kallinn þinn orðið betri og sterkari með experience og svoleiðis.
[------------------------------------]