Það er einmitt gallinn við supermann, hann er svo missterkur, eftir því hver skrifar hann hverju sinni. (Supermann í “Lois and Clark” er t.d. allt annar gaur en Superman í bíómyndunum og teiknimyndablöðunum).
Annars er mjög erfitt að mæla svona, hvernig metur maður t.d. charisma á manni sem er ljótari en rass á belju, en alveg einstaklega sannfærandi ræðumaður. Þetta eru svolítið mikið einfaldaðir abilities. Dex er t.d. bæði fínhreyfingar og fimi, en það oft mjög mismunandi, sama má segja um con, sem er bæði úthald, og hversu vel maður tekur barsmíðum og nær sér eftir veikindi, oft mjög misjafnt. Wisdom er bara common sense, góð skynfæri og hæfileikinn til að hugsa hratt, þetta er mjög erfitt að meta.<br><br>Betur sjá augu en eyru.