Það er nú viss ástæða fyrir þessari minnkun. Hún er ekki tengd minnkandi áhuga, heldur minnkandi framboði. Þegar Pétur kom inn í Nexus með comicin sín þurfti hann meira pláss, og tók smátt og smátt að bola í burtu roleplayvörunum. Gísli var þar að auki að taka inn Warhammer á sama tíma og mátti lítið vera að pæla í roleplayinu, sem var reyndar í lægð, lítið að gerast osfrv. En núna þegar þeir eru búnir að stækka verslunina myndi maður ætla að rolaplayið fengi aftur sama sess í búðinni og Comicin og Warhammer, en nei, þetta er falið út í horni fyrir aftan sýningarskápinn. Þetta er einfaldlega spurning um markaðssetningu og framsetningu vörunnar, það hefur óneitanlega áhrif á hversu mikil eftirspurn er eftir henni. Ég er þeirrar skoðunnar, og veit til þess að margir af gömlu role´urunum eru sama sinnis, að Pétur hafi einn sín liðs eyðilagt Roleplay-senuna á Íslandi. Hann vildi, og vill enn að mér skilst, ekkert vita af roleplayinu, afgreiddi mann ekki með það( og ég hef lent í því sjálfur!) og fyrirleit mann fyrir ,,annan eins nördaskap". Ef að maður var ekki með teiknimyndablöð eða videóspólu, þá afgreiddi hann mann bara alls ekki á tímabili. Þetta hafði þau áhrif á mig að ég fór bara eitthvað annað, en það var bara ekki jafn gaman, því NExus er jafn mikil félagsmiðstöð eins og staðurinn er verslun. En af því vildi Pétur aldrei neitt vita, og því var hann með leiðindi við mann. Þetta með minnkandi áhuga, algerlega spurning um markaðs-og framsetningu, svo ekki sé nú talað um Pétur!!!