Bladesinger er álfur sem er multiclassaður af wizard og fighter, sem og að vera með Bladesinger kit. Þannig var það amk í 2nd edt. Hann gat bæði barist með sverði og kastað göldrum í einu (þ.e. án þess að þurfa að droppa sverðinu til að gera mumbo-jumboið með höndunum). Klassinn var mjög kúl en requirements voru drulluhá (15 str. 15 dex. 15 int minnir mig) og vegna þess þá náði aldrei neinn í minni grúbbu að vera þessi klassi. Hann þurfti að vera með aðra hendina lausa til að geta kastað göldrum sem og fengið armor class bónusinn sem jókst með hverju lvl, og mátti ekki vera í armor (eins og allir arcane spellcasters í 2nd edt. reglunum). Vandamálið með þennan klassa var að hann var of viðkvæmur til að geta verið í fremstu víglínu, og líka of lélegur wizard til að geta stjórnar stórskotaárás aftast. Ég er reyndar ekki búinn að skoða nýja klassann í 3rd edt. reglunum, en hann hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mig hefur alltaf langað til að spila hann.
Allar þessar uppl. um klassan eru skrifaðar eftir minni, vegna þess að ég er ekki búinn að opna 2nd edt. reglubók í kringum 2 ár, þannig þær geta verið kolrangar.
Svo að ég snúi mér að öðru tengdu þessu; hvort finnst ykkur (þau ykkar sem hafa spilað AD&D og D&D) betra að hafa kits eins og í 2nd edt. eða að hafa prestige class eins og í 3rd? Mér fannst kit kerfið vera mikið, mikið, mikið betra og skemmtilegra og er mikið að spá í að nota það í staðinn fyrir prestige klassa kerfið.
BlackLotus
<a href="
http://svan.blogspot.com">
http://svan.blogspot.com</a><br><br>A day without sunshine is like… um… you know, night