Mikið eru menn með málefnalegar röksemdafærslur í dag!
En annars þá er ég sammála þér með að AD&D sé betra heldur en nýja kerfið, en það er einungis vegna þess að ég er búinn að spila það lengi að ég á auðveldara með að læra á kerfin.
AD&D er töluvert flóknara kerfi heldur enn D&D og því var inngangan fyrir nýja spilara erfiðara fyrir vikið áður en að D&D kom út. WOtC er að gera rétta hluti með því að gera kerfið auðveldara, til að auka nýliðun í þennan heim sem er orðin hluti af lífi flestra sem lesa þetta. Það eru til flóknari og betri kerfi, en það er erfitt að byrja á þeim.
Þess vegna er ekki hægt að gera marktæka könnun á milli gæða þessara kerfa því þetta er tæplega sami markhópur sem vörunni er beint að. Nýliðar og reynsluboltar eru ekki sami markhópur, þú hlýtur að vera sammála mér þar.
Það eina sem þessi könnun myndi segja þér væri: Hversu margir spila AD&D, hversu margir spila D&D og hversu margir spila eitthvað annað. Hún gefur ekki raunhæfa niðurstöðu um hvort kerfið sé betra.
Kveðja,
BlackLotus
<a href="
http://svan.blogspot.com">
http://svan.blogspot.com</a><br><br>A day without sunshine is like… um… you know, night