já okei, þá veit ég muninn á min/max og power-player, tak fyrir. Ég er þannig líka soldill min/max player líka. Og þar með dreg ég til baka ásakanir mínar um að þú værir power-player. Þar sem ég hef komist að öðru.
rétt er það að það séu margar aðrar leiðir til að sleppa lifandi frá skrímslum en að drepa þau. En þar sem þú varst að tala um að það væri léttara að lifa af ef maður er með meiri AC, þá hélt ég að þú ættir við í bardaga og þess vegna sagði ég að það væri betra að drepa þau bara.
Og í sambandi við “tímabilið” sem við og félagarnir eru að fara í gegnum þá verð ég bara að lagfæra þann misskilning sem þú hefur á grúppuni ef svo skal kalla hana. Ég er í þremur grúppum, ein þar sem fólkið er að kynnast spunaspili í fyrsta skipti “hakk og slasj dauðans”, númer 2 þar sem ég er DM “frekar epísk saga þó ég segi sjálfur frá” og númer 3 þar sem mjög svo gamal-reyndur sögumaður er á ferð og veit hann mikið meira hvernig á að DM-a en ég.
Þar sem ég er DM er mjög mikið lagt upp úr sögunni, og kannski seinna mun ég koma með úrdrátt hvernig sagan gengur fyrir sig (grein máske).
Finnst mér allt í lagi að karakterinn minn deyr einhvern tíman, og hef ég reyndar aldrei misst karakter í dauða, nema þó í CyberPunk og þar hef ég misst marga “grimmur DM”. Persónulega finnst mér það breyta engu, einzog þú bendir á af vísu.
Og ekki skil ég reyndar hvað þú átt við þarna í endan um að það sé erfitt að kyngja þessu og dæmi, þótti mér þetta skemmtileg lesning og fróðlegt sérstaklega í sambandi við min/max og power-player dæmið.
En ég vona að þú skiljir núna akkuru mér finnst skemmtilegra að láta karakteranna mína nota stór vopn einzog GreatAxe og GreatSword og ef ég er ekki með stórt vopn nota ég tvö. <br><br>{iwrb - P} - Fears