Ég er að fara að byrja að spila D&D 3rd með nýrri grúppu á næsta þriðjudag og mig langaði að fá nokkrar ráðleggingar. Ég hef aldrei verið persóna til að verða húkkt á galdrahlutum og að hafa úber kall. Ég á hinsvegar að búa til 16 lvl kall og það er eitthvað gjörsamlega nýtt fyrir mig. Auk þess hefur GM-inn ákveðið að við mættum velja okkur einn úber kröftugun magical item, jafnvel artifact. Ég ætla að búta til Elven Sorcerer með Dragon Prestige class. Ég er að hugsa um að fá ráðleggingar um hvaða feet væri sniðugt að taka með þessu og hugmyndir af galdrahlutum sem ég gæti valið mér. Ég verð að velja vel því að það er búið að ákveða að þetta verður eini galdrahluturinn sem við fáum. Við munum ekki fá neina galdrahluti það sem eftir er. Þannig að þetta val skiptir máli.
Ég ætla reyndar að heimta að eigi intelligent rock sem er þunglyndur og hundleiðinlegur. Það er ekkert nota gildi í honum, vona að GM-inn láti undan :)