Varðandi int-ið… nei, ekkert sérstaklega. Það hefur ekki áhrif á neitt fyrir þig annað en skill punkta, og ef þú ætlar að skipta í drúída þá eru skillarnir ekki það sem þú ættir að vera að fókusa á. Wisdom er eini stattinn sem skiptir virkilegu máli fyrir druid, það er stattinn sem hann notar fyrir galdrana sína. Physical stattarnir skipta smá máli (helst con, sem þig skortir reyndar), en það má bæta upp fyrir þá þegar þú kemst á fimmta druid levelið og færð wild shape. Þá breytirðu þér í eitthvað sniðugt eins og björn og færð physical stattana frá honum.
Varðandi hugleiðsluna þá stendur einhvers staðar að það taki hann klukkutíma á hverjum degi að undirbúa galdra fyrir þann dag.
Alignment stendur við hvern galdur (með einni undantekningu sem ég útskýr aðeins neðar), sjá t.d.
Hallow. Það stendur þarna efst "Evocation [good]". Það þýðir að illir drúídar mega ekki nota hann. Þetta er almennt ekki eitthvað sem þú þarft að hafa miklar áhyggjur af, mjööög fáir druid galdrar sem þetta hefur áhrif á. Aðallega clerics sem þurfa að spá í þessu, mun fleira af alignment göldrum á þeirra spell lista.
Undantekingin frá þessu er galdrar sem summona skrímsli. Summon galdurinn hefur sama alignment descriptor og skepnan sem summonuð er hverju sinni. Skoðum til dæmis
Summon Nature's Ally III. Giant Eagle og Giant Owl eru bæði merkt með [NG] - neutral good. Neutral skiptir ekki máli, svo galdurinn fær bara [good] descriptorinn, svo illir drúídar geta ekki summonað þessi tvö dýr. Satyrinn er merktur [CN] svo lawful drúídar geta ekki summonað satýra. Þær skepnur á listanum sem hafa ekkert alignment merkt inn geta verið summonaðar af hverjum sem er.
Endilega spurðu bara ef það er eitthvað meira. Ég endurtek það sem ég mælti með einhvern tímann fyrr í dag: Reyndu að fá stjórnandann til að leyfa þér að breyta karakternum í 4. levels drúída þegar þú hækkar næst um level, í staðinn fyrir að verða multiclass ranger 3/druid 1. Eða mögulega ranger 1/druid 3, ef þú vilt halda eitthvað af rangerþemanu, eins og að geta notað boga og að hafa Track frítt og svona. DMinn getur örugglega hjálpað með þessa breytingu ef hann leyfir hana!