Sæll… (Afsakaðu hversu lengi tók að svara, en ég er ekki oft á huga.)
Ég er nú kominn í sambandi við hinn hópinn, stjórnandinn tók vel ´+i þetta allt saman, en þegar ég leitaði á Facebook fann ég ekki þennan hóp né neitt um roleplaying á íslandi á Facebook. - Gott að vita af þessum hóp og ég er nú kominn í hann. Ég tilkynnti hópnum sem ég stofnaði um hinn hópinn, og margir hafa nú farið yfir. Ég var beðin um að eyða ekki hópnum mínum, sérstaklega vegna þess að erlendir sem hafa spilað á íslandi myndu ekki fatta að leita að “á íslandi”. Svo það er kominn linkur yfir á hinn hópinn af forsíðuni, þannig að allir sem koma í heimsókn finni HINN hópinn, þannig að allir græða. Það var mikið um spilamennsku á vellinum (Nato stöðinni), og var mikklu meira úrval af bókum í Viking Mall, á sínum tíma, en nokkurstaðar á íslandi, og haldin mót á vegum Project Player, sem er alheims klúbbur fyrir alskonar spilara sem eru í bandaríska hernum. Það var alltaf gaman að skreppa í heimsókn á völlin. Þeir héldu líka mót sem voru mjög spannandi, og þeir sem lifðu af D&D keppnina fengu útskorinn heiðursverðlaun sem voru unnin á vellinum. (Fengu allir í hernum sem tóku þátt þóknun vegna þess þeir voru að efla samskypti við þeirra “host country” (ísland. í þessu tilfelli) sem fór á æfi-ferilskránna þeirra. Fáir á íslandi vissu af þessum keppnum og mótum vegna sambandsleysis.
En, maður er svosem alveg orðin vanur vanþakklætið til þeirra sem eru að reyna að gera eitthvað fyrir aðra á íslandi. (og það er ekki BARA í roleplaying bransanum) Þið vitir hverjir þið eruð.
“Eins manns epic fail er annars manns tilraun til að gera eitthvað gott.” Spáið í það.