Hann rífur holdið í sig og kætist vitandi það að hann veiddi hana alveg sjálfur, en hann varð kynþroska mjög nýlega.
Eftir máltíðina klórar hann sér bak við eyrun og sleikir varirnar…
Skyndilega byrtist hann fyrir framan ógeðslega manneskju í járnbrynju og rauðri skykkju með skjöld og gaddakylfu hann lítur við hliðina á sér og sér Langfót og Stuttnefur sér við hlið, skyndilega fær hann ómótstæðilega þörf til að hlaupa í viðbjóðslegu mannskepnuna og rífa hana í sig.
Hann ásamt Langfót og Stuttnef hlaupa í hann að fullum krafti og stókkva á hann.
Silfurbakur finnur óbrynvarðann blett á fæti mannsins og bítur af alefli í þennan veikablett.
Næst heyrir hann kvein í Stuttnefi og sér hann falla á jörðina með blóðugt andlitið, einnig sér Silfurbakur koma hlaupandi í bardagann gullfallega konu með dökkt liðað hár í leðurbrynju með tréstaf, hann veit að hún stendur með sér í liði á móti þessu skrímsli. Silfurbakur rankar við sér frá þessari hugsun við það að finna þunga, beitta gaddakyfluna slást í fremri lærvöðvann sinn, sársaukinn er ólýsandi. Hann bítur aftur frá sér…
Eins skyndiliga og hann hvarf frá því að klóra sér bak við eyrun birtist hann núna aftur fyrir framan það litla sem eftir var af kanínunni sem hann veiddi fyrr um daginn. Hann verkjar enn í vöðvanum eftir höggið og spangólar eftir restinni af hópnum.
Spangóli hans er svarað og hann haltrar í áttina að þeim. Þegar að hópnum er komið sér hann Langfót marinn og þreyttann, Stuttnef var hvergi að finna.
Við börðumst ekki alla leið á topp fæðukeðjunnar, til að verða grænmetisætur.