Fyrir gott fantasy kerfi þá er það DnD 4.0 eða 3.5. Bæði góð, með mismunandi flavor.
World of Darkness(nýja eða gamla) er mikil mikil snilld.
Vampýrur, Varúlfar, Mages, Mortals… þetta er allt þarna og sér kerfi fyrir flest. mjög öflugt.
Síðan ertu með hryllingin og spennuna þar finnst mér Call of Cthulhu standa upp úr, byggt á sögum H.P.Lovecrafts. Leitaðu þá að gamla kerfinu, sem enn er verið að gefa út en D20 útgáfan(sama og DnD) passar ekki fyrir Cthulhu.
Sumir hafa dásamað Gurps(Generic universal RolePlaying System) ég hef bara ekki prófað það en það spannar alla tímasöguna og flóruna, það er allt… ALLT til fyrir Gurps.
Gamla góða Cyberpunk er komið í nýja mynd 3.0(ætti að vera fáanlegt) og það er fínasta framtíðarkerfi, nema enn vilji starr wars eða Star trek frekar. Held að þau, eins og mörg önnur kerfi, séu komin í D20 kerfið(sama og DnD), þá mundi ég kjósa gamla kerfið frekar.
Nú mæti halda að ég sé á móti D20 kerfinu, alls ekki, það er gott, mjög gott, en það á ekki endilega við alla aðra heima :)