svo eru náttúrulega til önnur spil og leikir en DnD og WoW… t.d. City of Heroes, Warhammer Online, Gurps, Cyberpunk, Warhammer, Magic the Gathering, Trivial Pursuit (ef þú veist svörin við öllum spurningunum… guess what :) …)
mín skilgreining á Lúða og Nörd er “Lúði = Geek” “Nörd = Nerd” … t.d. “nördarnir” í þáttunum “Beauty and the Geek” eru mikið meira “social lúðar” en samt nördar á sama tíma… það er erfitt að negla niður bæði hver er “nörd” og hver er það ekki, hver er meiri “nörd” og hver ekki…
það er hægt að vera bullandi nörd og eiga samt gífurlegt félagslíf, fjölskyldu og allt þar á milli… eins er hægt að vera þvílíkt social animal (eins og einn sem ég þekki, nefni ekkert nafn en þú veist hver þú ert) og samt verið á kafi í tölvuleikjum og spilum…
það skiptir engu máli hvort maður er með kærustu eða ekki (nota kærustu yfir alla flóruna því veröldin er ekki eins og hún leit út fyrir að vera á miðöldum), eigi félagslíf eða ekki, býrð heima hjá foreldrum eða eigin húsnæði eða úti á götu… í þessum tæknivædda heimi sem við búum í eru ALLIR nördar á sinn hátt…