Ég hef ekki spilað 4E sjálfur (og hyggst ekki gera það), en ég fylgdist vel með öllu þegar 4E var að koma og hef flett í gegnum core bækurnar svo ég hef ágætis hugmynd um hvað ég er að tala. Það er erfitt að útskýra þetta stuttlega þar sem búið er að breyta kerfinu svo mikið að mér finnst það varla eiga nokkuð skylt við D&D lengur, ekki eins og ég þekki það amk.
*Attack bonus og saves skalast nú eins, og eins hjá öllum clössum - hálft levelið manns. AC fær sama plús. Saves eru núna static varnir sem andstæðingar kasta gegn, eins og AC.
*Hit points eru fleiri en í 3.5, sérstaklega á fyrstu levelunum. Maður kastar heldur ekki þegar maður hækkar um level, heldur fær fasta tölu eftir class. Að auki hafa allir (mismargar eftir class og öðru) healing surges. Þær eru beisiklí leið fyrir hvern sem er að heala sig. Á víst að gera clerics minna nauðsynlega, þó clerics (og nýi Warlord classinn líka reyndar) bæti hvernig fólk notar healing surges. Blah.
*Feats eru alvarlega nerfed. Gefa núna litla static plúsa, eins og verstu featin í 3E gerðu (skill focus t.d.), ekki nýja hæfileika (eins og Power attack) og skalast almennt ekki neitt.
*Powers. Allir classar hafa þá núna, en kalla þá mismunandi nöfnum. Wizards og clerics kalla þá “spells”, fighters og rogues kalla þá “exploits”. Þeir virðast flestir virka voða svipað í grunninn: Þú gerir attack roll gegn einhverri vörninni með tilteknum statta (t.d. gæti wizard galdur verið “int vs. fortitude”), gerir smá skaða, byggt á vopni ef powerinn notar vopn (t.d. 3[W]+Str, þar sem [W] stendur fyrir weapon damage), færir andstæðinginn kannski til um einn eða tvo reiti og/eða gefur honum status effect. Þetta er auðvitað ‘attack’ power, ‘utility’ power gerir eitthvað annað.
*Race skiptir aðeins meira máli en áður, sem er bæði gott og slæmt. Enginn fær mínus í stöttum lengur, heldur +2 í 2 stöttum. Humans fá +2 í einum statta að eigin vali. Allir races fá líka ‘racial power’. Þetta þýðir að það skiptir máli hvort þú ert dwarf fighter eða elf fighter, sem er fínt. Þetta þýðir líka að annar hvor þeirra er eflaust betri, sem sökkar, því þá er meiri ástæða til að spila þann race. Áður spilaði maður aðallega bara þann race sem mann langaði að roleplaya.
Gæti haldið áfram, en ég leyfi öðrum að koma með fleiri dæmi. Nóg komið af biased áliti mínu á 4E…
Peace through love, understanding and superior firepower.