Húsregla í mínum hóp er að leyfa dex í staðinn fyrir strength á touch attacks þar sem okkur finnst það meika meira sens. Maður er ekki að reyna að kýla fast eða gera neinn skaða með hendinni, maður er bara að reyna að ná snertingu, og þar á fimi betur við en líkamlegur styrkur.
Annars, já, Shocking Grasp er skelfilegur galdur til að nota á fyrsta leveli. Þarft að vera alveg upp við einhvern til þess að eiga séns á að gera 1d6 í skaða. Þú ert eiginlega betur settur með light crossbow, þá ertu allaveganna ekki að taka áhættuna á að missa þessa fimm-sex hit points sem þú hefur bara við að gera árás.
Góðir 1. levels galdrar fyrir sorcerer:
*Sleep (Galli: Tekur 1 round að kasta svo erfitt að miða, en þú VINNUR bardagann ef það tekst að kasta honum rétt. Virkar vel á fyrstu levelunum, illa eftir fjórða eða svo)
*Colour Spray (Galli: bara 15 feta range svo þú þarft að fara hættulega nálægt til að kasta honum. Heldur nytseminu betur en Sleep)
*Mage Armor (Solid varnargaldur sem endist klukkutímum saman)
*Grease (Ef það er rogue í hópnum mun hann elska þig)
*Ray of Enfeeblement (Gott til að gera einn óvin frekar meinlausan - ef hann er í þungri brynju mun hann mögulega ekki geta gengið í henni lengur)
*Silent Image (Fjölhæfni er lykill að því að spila góðan sorcerer, og illusion galdrar takmarkast aðallega af ímyndunaraflinu þínu)
*Charm Person (Gott out-of-combat utility samskiptatól)
*Enlarge Person (Kastaðu þessu reglulega á barbarianinn í hópnum og hann verður besti vinur þinn)
Mundu: Það getur hver sem er gert skaða, og flestir geta það betur en galdramenn. Hlutverk galdramannanna er að gera allt hitt sem enginn annar getur.
Peace through love, understanding and superior firepower.