:)
Þið megið auðvitað alveg reyna að misskilja mig ef þið viljið.
Ef þú ætlar að skipta þér af þessu Twisted, vinsamlegast gerðu það þá á málefnalegum grundvelli. Lestu það sem ég skrifaði. Ef það var ekki nógu skýrt fyrir þig þá skal ég tíunda enn frekar hérmeð að: Ég var bara að spyrja, og var einmitt að velta því fyrir mér hvernig menn gætu montað sig af / borið saman statta á characterum, sökum þess mismunar sem er á spilastíl margra grúppa stattalega/powerlevellega séð. Að bera saman persónuleika eða gjörðir er allt annað, og ekki það sem ég var að tala um. Ég vona að þú áttir þig nú á því.
Uppspunnir characterar geta að sjálfsögðu ekki verið jafn flóknir og raunverulegt fólk. Reyndu ekki að segja mér að þú haldir að spunapersóna hafi farið í gegnum þá hárfínu mótun sem einstaklingurinn fer í gegnum á öllum sínum árum. Ég hugsa þó að þú áttir þig alveg á því og hafir sennilega verið aðeins að ýkja til að undirstrika punktinn. Sé svo, þá er ég sammála, persónur geta verið flóknar og skemmtilegar, en það kemur ekki umræðunni við. Ég var að ræða “stattalega hlut persónanna”. Það var kannski ekki nógu skýrt hjá mér.
Svo við höldum okkur við umræðuna um málefnalegu umræðuna (ef svo má að orði komast) þá langar mig að fá réttlætingu á fullyrðingu þinni um að ég sé “alltaf að setja mig á móti því að tala um charactera”. Áður en ég svara spurningu þinni um af hverju, vil ég fá að vita hvaðan þú hefur þessar upplýsingar, ég vissi nefninlega ekki að ég væri alltaf að gera það. Sama gildir um spurningu þína; “Af hverju ertu á móti því að fólk tali um characterana sína?”. Þér þótti greinilega þörf á að tvítaka þetta í greinarsvari þínu. Hafir þú hreinlega bara hent þessu fram þá kallast það rógburður, og er ekki til eftirbreytni.
Þú mátt að sjálfsögðu hafa skoðun á mér og finnast að ég eigi að “lighten up” en það er nokkuð sem þú ættir að halda fyrir þig. Á umræðusvæðum sem þessum á umræðan ekki að snúast um álit á viðmælendum, heldur skoðunum þeirra, og þar er reginmunur á. Ef þú vilt fá að tala á þínum eigin forsendum, þá verður þú að sætta þig við að aðrir verði að fá að gera slíkt hið sama. Ég hef því fullan rétt á að vera “uptight” í skoðunum mínum, á sama hátt og þú hefur til að vera hvað-svosem þú ert. Að umbera slíkt er sá þroski sem frjálst samfélag krefst af þegnum sínum.
Vargu