Spunaspil fyrir börn
Í viðtali við Ólaf Stefánsson í sjónvarpinu í gær sagði hann frá því að einhver Rúnar hefði komið til hans spunaspili fyrir börn, sem hann væri að vinna að. Hugmyndin er að foreldri eða annar fullorðin sé spunameistari en börnin leiki sín hlutverk og takist á við vandamál sem eru krakka-væn og fá þau til að hugsa. Þetta þykir mér alveg afskaplega forvitnilegt og vil vita meira. Nú er spunaspilsheimurinn á Íslandi ekki stór, og því datt mér í hug hvort einhver hér vissi meira en ég. Man ég rétt að annar þeirra sem gerðu Ask á sínum tíma hafi heitið Rúnar? Er þetta sá hinn sami? Eða kannski RunarM hér á huga? Veit einhver á hvaða stigi þetta er eða hvernig ég geti sett mig í samband við téðan Rúnar?