1: Já, en ekki svo miklu. Hópstærðin sem miðað er við í reglubókunum er stjórnandi + 4 spilarar, en þrír er allt í lagi líka. Þetta er greinilega 3.5 sem þið eigið þar sem barbarian er ekki ennþá til í 4E.
2: Það er eitthvað sem þið verðið bara að komast að sjálfir með æfingu, myndi ég segja. Haldið bara áfram og prófið að rótera aðeins hver stjórnar milli campaigna, þá kemst hver og einn að því hvort hann fílar betur að stjórna eða spila. Vonandi er einhver sem er góður í stjórnandahlutverkinu.
3: Já, Wizards of the Coast selja Dungeon Tiles. Getur spurt um það í Nexus, annars er það ekkert nauðsynlegt. Ef þið þurfið að hafa battlemap (sem er ekki nauðsynlegt en mörgum finnst það þægilegra) þá mæli ég með svona rúðu-mottu sem hægt er að teikna á með glærupenna og stroka út aftur. Keypti mína í Nexus, en hef ekki séð svoleiðis lengi. Aftur, prófaðu bara að spyrja um það.
4: Paladin er svosem ekkert spes classi, en vel spilanlegur haltu þig bara við hann - lærir á endanum hvað virkar og hvað ekki. Barbarian er líklega strangt tekið ‘betri’ en svo er það líka spurning um hvers konar týpu þú vilt spila. Ákveðnar persónugerðir virka hreinlega ekki sem paladin og aðrar ekki sem barbarian, þó tæknilega séð sé hægt að roleplaya nánast óháð mekanískum stöttum (sjá: Stormwind Fallacy - gúglaðu það ef þú ert forvitinn). Fyrir ‘holy warrior’ týpuna þá er hins vegar cleric líklega betri en paladin… en eins og ég segi, haltu þig bara við paladin í bili. Þarft ekki að pæla of mikið í hvað er öflugt á meðan þú ert að læra á kerfið.
5: Einu bækurnar sem þið þurfið eru Player's Handbook, Monster Manual og Dungeon Master's Guide sem er líklega þriðja bókin. Fljótlega fer ykkur samt líklega að leiðast fábreitnin í þeim, þá er ágætt að bæta við nokkrum af Complete bókunum eða Expanded Psionic Handbook eða eitthvað, svona smám saman. Skoðið það bara þegar þar að kemur. Bara svo þið vitið það samt, þá er hætt að prenta 3.5 bækur, en þær eru ennþá til svo það er hægt að fá þær á netinu eða sérpanta gegnum Nexus. Nú eða finna einhvern sem er að selja sínar notuðu ódýrt.
Skemmtið ykkur vel!
Peace through love, understanding and superior firepower.