1: Já, en ekki svo miklu. Hópstærðin sem miðað er við í reglubókunum er stjórnandi + 4 spilarar, en þrír er allt í lagi líka. Þetta er greinilega 3.5 sem þið eigið þar sem barbarian er ekki ennþá til í 4E.
2: Það er eitthvað sem þið verðið bara að komast að sjálfir með æfingu, myndi ég segja. Haldið bara áfram og prófið að rótera aðeins hver stjórnar milli campaigna, þá kemst hver og einn að því hvort hann fílar betur að stjórna eða spila. Vonandi er einhver sem er góður í stjórnandahlutverkinu.
3: Já, Wizards of the Coast selja Dungeon Tiles. Getur spurt um það í Nexus, annars er það ekkert nauðsynlegt. Ef þið þurfið að hafa battlemap (sem er ekki nauðsynlegt en mörgum finnst það þægilegra) þá mæli ég með svona rúðu-mottu sem hægt er að teikna á með glærupenna og stroka út aftur. Keypti mína í Nexus, en hef ekki séð svoleiðis lengi. Aftur, prófaðu bara að spyrja um það.
4: Paladin er svosem ekkert spes classi, en vel spilanlegur haltu þig bara við hann - lærir á endanum hvað virkar og hvað ekki. Barbarian er líklega strangt tekið ‘betri’ en svo er það líka spurning um hvers konar týpu þú vilt spila. Ákveðnar persónugerðir virka hreinlega ekki sem paladin og aðrar ekki sem barbarian, þó tæknilega séð sé hægt að roleplaya nánast óháð mekanískum stöttum (sjá: Stormwind Fallacy - gúglaðu það ef þú ert forvitinn). Fyrir ‘holy warrior’ týpuna þá er hins vegar cleric líklega betri en paladin… en eins og ég segi, haltu þig bara við paladin í bili. Þarft ekki að pæla of mikið í hvað er öflugt á meðan þú ert að læra á kerfið.
5: Einu bækurnar sem þið þurfið eru Player's Handbook, Monster Manual og Dungeon Master's Guide sem er líklega þriðja bókin. Fljótlega fer ykkur samt líklega að leiðast fábreitnin í þeim, þá er ágætt að bæta við nokkrum af Complete bókunum eða Expanded Psionic Handbook eða eitthvað, svona smám saman. Skoðið það bara þegar þar að kemur. Bara svo þið vitið það samt, þá er hætt að prenta 3.5 bækur, en þær eru ennþá til svo það er hægt að fá þær á netinu eða sérpanta gegnum Nexus. Nú eða finna einhvern sem er að selja sínar notuðu ódýrt.
Skemmtið ykkur vel!
Peace through love, understanding and superior firepower.
Paladin vs Barbarian
Roleplay hlið:
Paladin er viss áskorun þar sem þeir verða að vera réttu megin við lög, siðvenjur og “hið rétta”. Paladin myrðir ekki, hann berst heiðarlega og hegðar sér samkvæmt því sem samfélagið flokkar sem “gott og gillt”. Of auðvelt er að vera “stick up the arse” gaur sem gerir bara það sem lögin segja bókstaflega og smitar evil.. í mínum huga er það frekar einföldun og ill meðferð á því sem paladin og LG alignment hefur uppá að bjóða. Það að gera hið rétta þarf ekki að þýða fúllindi - reyndar eru paladins yfirleitt charismatic svo að þeir eru meira leader types og fólki líkar almennt vel við þá. Abilities hjá paladin nýtast best í grúbbu þar sem hann leiðir hina og boostar þá, hann er æðislegur diplomat og einmitt sá sem ætti að tala við kónginn - ef hann er spilaður vel.
Barbarian vill oft virðast auðveldari afþví hann er chaotic. Margir halda að Chaotic sé leyfi á að gera hvað sem er. Það er hinsvegar að mínu mati svoldið mistúlkun; chaotic er á móti law. Chaotic gerir sitt til að rjúfa samfélagið úr siðum og lögum og reyndir að styðja undir sjálfstæða hugsun og framtakssemi. Barbarians eru fólk með mikla reiði í brjósti sér og kunna að nýta hana, þeir gætu verið ljúf lömb mestan part dagsins en svo ef einhvað gerist þá verða þeir blindir af reiði og myrða nær allt sem stendur í vegi fyrir þeim. Þeir eru sá hluti af partyinu sem eltir hina, party leitt af barbarian getur farið afvegleiða mjög auðveldlega þar sem þeir hafa enga skildu til að standa við neitt fyrir neinn. Abilities nýtast best þegar barbarinn er í bardaga og er frjáls ferða sinna, hann unar sér ekki í samfélagi og er ekki rétti talsmaður hópsins nema ef verið er að tala við samfélög sem eru frekar chaotic.
Rollplay hlið:
Paladin suckar. Barbarian rockar.
*
roleplay : það er actual roleplay í gangi, það er bælt í hvað persónurnar gera og hvernig heimurinn bregst við því
Rollplay: þetta eru statar á blaði, óvinirnir eru statar á blaði. þú vinnur ef þú drepur þá. þeir vinna ef þeir drepa þig.
0
Held að þú hafir ætlað að svara þráðarhöfundi en ekki mér :)
Gaman að sjá þig virka hérna aftur, rámar í þig frá því fyrir mörgum árum þegar ég var nýbyrjaður að stunda Huga.
Peace through love, understanding and superior firepower.
0
bæði og - þér og honum :)
takk. gott að vera komin aftur.
0
Verst hvað þetta áhugamál virðist vera steindautt núorðið :/
Peace through love, understanding and superior firepower.
0
Dauðara en allt.
www.brotherhoodofiron.com
0
Næstum.
/Unreal er dauðara. Ég skellti inn þræði þar 1. september og hef ekki enn fengið svar -_-
Peace through love, understanding and superior firepower.
0
Hahaha. Það er soldið fail. Svoleiðis áhugamál á samt bara að henda út.
www.brotherhoodofiron.com
0