Sælir Hugarar.
Ég er s.s að leita mér að hóp/einstaklingum til þess að spila (n)World of Darkness. Ég er bæði til í að stjórna (sem væri þá í fyrsta skipti) og spila sem charachter (og læra þannig betur inná kerfið.) Ef ég þyrfti að stjórna myndi ég runna mortal campaign en sem player væri ég einnig til í Vampire.
Ég hef lesið core bókina og tel mig kunna basic reglurnar ágætlega en hef þó aldrei fengið tækifæri til láta á það reyna.
World of Darkness hefur heillað mig alveg uppúr skónum þegar kemur að rolls og roleplay og finnst mér SaS settingin hjá þeim einstakalega áhugaverð. Ég hef áður spilað D&D 3.0 en geri mér þó grein fyrir því að þetta er allt öðruvísi setting og kerfi.
Ég er tvítugur, bý í vesturbænum og fer í MK í haust. Ef einhverjir hafa samband væri gaman að láta reyna á þetta.
Með von um jákvæð svör og boð.
Skizzo - World of Darkness byrjandi.