Ég hef verið að fylgjast nokkuð vel með þessu, hef lesið flest-öll previewin á wizards.com eftir því sem þau koma. Þessar breytingar sem þú nefnir eru rétt toppurinn á ísjakanum… Þetta nýja kerfi er í raun frekar ólíkt 3rd edition sem við þekkjum, þó að bæði byggi á D20 grunnpælingunni.
Breytingar sem mér líkar við:
+Allir classar fá einhverja ‘powers’ - enginn er fastur í að segja: “Ég full attacka. Aftur. *dæs*”, allir hafa nokkra mismunandi valkosti til að nota, fleiri en galdramennirnir fá að skemmta sér.
+Race skiptir meira máli en áður, vegna þess að hvert race hefur nokkur mismunandi ‘racial powers’.
+Myndirnar. Þær skipta máli, og ég fíla megnið af þeim sem ég hef séð úr 4th edition bókunum.
+Flöffið. Wizards gera ráð fyrir einhverjum grunn D&D heimi, sem er hvorki Forgotten Realms, Greyhawk, Eberron né nokkur annar útgefinn heimur, hefur enga ákveðna landafræðilega heimsskipan eða sögu, einungis safn af staðreyndum, þjóðsögum, guðum og vættum sem geta fallið inn í nánast hvaða heim sem er. Þeir endurhönnuðu víddirnar, því að let's face it, hversu áhugavert er að fara í ævintýri utan Prime Material með Great Wheel kosmólógíunni? Hefur einhver hérna notað víddir eins og Positive Energy Plane..? Nei, hélt ekki. Í staðinn eru færri heimar, skiptir í nokkra hópa, sem eru allir saman mun auðveldari að skrifa inn í plott og gera skemmtileg ævintýri í kringum.
+Dragonborn. Nafnið er endurnýtt frá Races of the Dragon, en þeim er breytt aðeins og þeir gerðir að grunn-kynþætti með álfum og dvergum. Ég fílaði þá ekki fyrst, og ég er ennþá ósáttur við að þeir séu í PHB1 (ættu að vera meira optional race) en ég er sáttur við þá núna.
Breytingar sem mér líkar EKKI við:
-Gnómar og hálf-orkar eru ekki memm í PHB1. Það þýðir ekki að þeir muni aldrei koma út fyrir 4th edition, heldur að í bili eru báðir kynþættir flokkaðir sem skrýmsli og verða í Monster Manual í bili. Þeir voru látnir fjúka fyrir Dragonborn eins og ég nefndi að ofan, og Tieflings. Jebb, Tieflings eru núna settir í sama hólf og menn, dvergar, álfar og hobbitar. Og já, þeir eru EMÓ.
-Allir eru með sama ‘base attack bónus’ núna, sem er hálft levelið. Sama með saves (sem er reyndar breytt í fastar tölur og árásaraðilinn kastar, hef ekkert á móti því).
-Hit points eru núna föst tala (ekki kastað) og Con kemur bara inn á fyrsta leveli. Í staðinn fær maður ‘healing surges’ - hver sem er getur læknað sig um ákveðna prósentu af max HP nokkrum sinnum á dag. Bla.
-Skill kerfið einfaldað. Ég veit ekki með ykkur, en mér fannst skill-punktakerfi 3rd edition bara nokkuð gott, fyrir utan hvað sumir classar fengu fáa skillpunkta. Núna eru færri skillar, og engir skillpunktar. Bara skillar sem eru ‘trained’ og ‘untrained’. Mér finnst þetta skref afturábak til AD&D 2nd Edition þegar maður hafði enga skilla, bara nokkur nonweapon proficiencies (sem maður annaðhvort hafði, eða ekki - eins og með skills í 4th Edition, nema í 4th edition fær maður aldrei fleiri). Hvað ef einhver ákveður, á segjum 10. leveli, að hann langi að læra að sitja hest? Neibb, ekki hægt. Sorrý. Hefðir átt að segja það á fyrsta leveli. >_<
-Þeir drápu multiclassing. Þú getur aldrei verið með level í fleiri en einum class í 4th Edition. Þú getur hins vegar tekið svokölluð class training feat, sem gefa þér eitthvað smá dót frá öðrum class - ekki mikið, og þú ert að fórna advancement í þínum class (powers) í staðinn. Finnst þetta virka frekar lame, hef ekki séð það í aksjón svosem frekar en nokkur annar.
-Feats. Þau eru ekki lengur svöl, núna eru þau bara litlir plúsar hér og þar, eins og Skill Focus, Weapon Focus og Toughness í 3rd Edition, sem flestir gera sér grein fyrir að eru hræðilega léleg feat. Engin fleiri feat sem gefa þér nýja hæfileika, til þess eru powers núna. Þeir segjast vera að hanna kerfið til að flýta fyrir spilun, en svo gera þeir þetta? Vita þeir ekki hvað það er mikið vesen að hafa stjórn á öllum þessu litlu, ómerkilegu plúsum á háum levelum nú þegar? Ble.
-Wizards. Miðað við það sem ég hef séð eru þeir orðnir að blasters núna, sem er eins og WotC vill að maður spili þá í 3rd Edition. Gallinn er að það er leiðinlegt. Rogueinn getur gert skaða. Clericinn getur gert skaða. Druidinn getur gert skaða. Meira að segja grey fighterinn getur gert skaða (og fátt annað). Wizardinn þarf ekki að vera að gera skaða líka! Wizardinn á að vera að annaðhvort gera óvininn óvirkann (með hlutum eins og Sleep, Stinking Cloud, Solid Fog, Wall of Force) eða gera vini sína betri (með hlutum eins og Haste, Fly, Bull's Strength og Stoneskin).
-Ég gæti haldið áfram, en ég nenni því ekki. Ég mun líklega gefa 4th Edition séns, kíkja á PHB1, kannski kaupa hana ef mér lýst vel á (ef ekki, láta .pdf nægja), en eins og er stórefast ég um að ég muni spila það.
Peace through love, understanding and superior firepower.