var nú bara fyrst núna að detta inn á þennan póst…
en, ég hef lent í ýmsu bæði sem spilari og DM…
það eftirminnilegasta sem ég hef lent í sem spilari var þegar ég var að spila Cyberpunk með tveimur vinum mínum. DM'inn spilaði kall líka og hann var mjög góður í að spila við sjálfan sig… (held hann geti spilað skák við sjálfan sig án þess að svindla og lenda í jafntefli…).
Allavega, þá spila ég lang oftast Techie eins og á þessum tíma, og kallinn minn var ungur japanskur strákur (ég segi ungur því hann var 2 árum yngri en ég er núna)… hann var svona sprengjuvopna, hovercar og rafmagns sérfræðingur (t.d. breytti jarðsprengju í “hover-mine”) og hann var alltaf með helling af allskonar sprengiefni á sér (sumt frekar óstöðugt og mátti illa við hnjaski)…
Við vorum þarna, sprengju óður Techie, Terminator harður Solo og Fixer (man ekki málið með hann) og vorum eitthvað að þvælast fyrir einhverskonar herlið… kallinn minn var með litla kjarnorkusprengju (man ekki hvar hann fékk hana)… við vorum í flugvél og það brutust út slagsmál, eitt leiddi af öðru og loks opnaðist neyðarútgangur (nb. í 30.000 feta hæð) og kallinn minn sogaðist út… það fundust engar leifar í gígnum sem myndaðist þegar hann lenti… :)
—
Ég er líka að spila Shackled City 3.5 Adventure Path í Realms… og ég er búinn að missa svona 14 eða 18 kalla…
ég ætla að gera smá lista, hann inniheldur ekki allt sem gerst hefur en gefur góða mynd (btw, ég fæ alltaf geggjuð köst á statta)… þetta eru verur og hlutir sem hafa drepið mig:
Animated Chains, Múmía sem reif úr kalli hjartað, sami kall dó af völdum wounding vopna og fljúgandi archer eftir að vera endurholdgaður, snögg frystur af Cryo Hydra (feilaði reflex save, nærri max skaði), flúði undan skattinum og var líflátinn, drepinn af “Tongue Eater” (nasty npc), og svo meira en ég man…
—
Það versta sem hefur komið fyrir þegar ég var að DM'a… var með Hackmaster hóp sem fór frekar illa með sína hirelings, reyndar það illa að þegar hópurinn fór að sofa þá stálu allir hirelings dótinu þeirra og skildu þá eftir…
Annað sem gerðist í Hackmaster… hópurinn var með Battle Mage og hann spelljackaði galdrana sína (specialist galdrakallar geta pakkað göldrunum saman til að geta notað fleiri yfir daginn), það versta var að spilarinn var með galla sem heitir “Sleepcasting” og það er alltaf smá séns að einn galdur fari af stað…
Venjulega svaf þessi afsíðis en þeir urðu fyrir sleep galdri og sofnuðu allir… svo var þeim rænt… galdrakallinn kastaði upp á hvort hann myndi óvart missa galdur út sem hann gerði… en hann var í brynju sem gaf honum séns á að klúðra galdrinum (5%), hann fékk 3% á d100… ekkert mál nema að á töflunni fyrir þetta þá er 1% líkur á að “spell jacked” galdrar fari allir af stað…
Ég hef bara séð þetta gerast einu sinni á mínum ferli sem rpg spilari, ég gaf honum séns á eftir séns á eftir séns, hann rúllaði sjö sinnum ás á d100… það dóu allir, ræningjarnir og þeir…
Ég var nú samt góður við hann og dæmdi sem svo að þar sem örlögin vildu að þetta færi, að þá fengi hann að nota galdrana eins og það væru 3 Battle-Mages að kasta göldrunum, hæfileiki sem kallast “chaincasting”… sveppaskýið sást sem spegilmynd í himhvolfinu hinu megin á veröldinni… það var lítill ættbálkur af Grippli sem sá þetta og nefndu þeir þennan dag: “The day of the scary cloud in the sky day”, og þeir fengu að vera spilanlegur race eftir það.
Næsti race sem mage-inn valdi var Grippli…