Hversu margir myndu kaupa íslensk spunaspilaævintýri?
Þessi umræða hefur komið upp í tengslum við minimótin og mig langar svolítið að vita, hversu margir myndu hafa áhuga á slíku. Eru margir hérna sem spila nær alfarið á íslensku?
Ertu þá að meina sérstaklega íslenskt kerfi, eins og.. hvað hét það aftur - Askurinn? Eða þýðingu? Eða umhverfi?
Sjálfur horfi ég meira á reglurnar sjálfar þegar að ég vel kerfi, en ég er hinsvegar mjög hrifinn af því að spila eins mikið á íslensku og ég get. Samt sem áður skiptir hugarheimurinn það miklu máli að það að kerfið sé á íslensku er ekki nógu góð ástæða til að skella sér á það ef maður heillast ekki af því. Samt kippi ég mér ekki upp við að segja intelligence en ekki greind og charisma en ekki persónutöfrar. Það er aðallega umhverfið, talmálið o.s.frv. sem fer algjörlega fram á íslensku, en leikreglurnar sjálfar og teningaköst eru lituð af slettum.
Hvaða íslensku spunaspilaævintýri eru til? Hvað er í boði?
Ég er aðallega að hugsa um, ef gefin væru út ævintýri á íslensku, fyrir hin mismunandi kerfi sem í boði eru, hvort ahugi væri fyrir að kaupa þannig. Ég er ekkert að hugsa um, ef íslenski kerfi væri gefin út, heldur bara um ævintýri, hvort sem það væri fyrir D&D, CoC, WoD eða hvað annað.
Sjálfur spila ég á svipaðan hátt. Hugtök úr kerfum eru ekki þýdd, en allt roleplay fer fram á íslensku.
Ah. Sjálfur myndi ég gjarnan vilja eiga íslenska þýðingu á Mage: The Awakening sem ég er að stjórna einmitt núna og þá geng ég náttúrulega út frá því að hún sé góð. Í þeirri bók er endalaust mikið af hugtökum, samtökum o.s.frv. sem að ég á oft í erfiðleikum með að þýða þar sem að á við og gerir mér erfitt fyrir að spila eins mikið á íslensku og hægt er. Þannig að /kvittað af minni hálfu.
Held að ég myndi líklegast ekki kaupa íslenkt ævintíri en það er meira í ætt við það að ég notast sjaldnast við skrifuð ævintíri.
Hugsa að þú myndir margfalda markhópin með því að flytja það yfir á ensku, en fyrir mitt leiti fjárfesti ég sjaldan í svona dóti til þess að vera marktækur.
Sama hvað hver svo sem segir, það jafnast ekkert á við það að skrifa sínu móðurmáli. Mér er alveg sama um alla menntskælingana sem telja sig betri í ensku en íslensku, það er bar bull. Ef þú getur ekki tjáð þig almennilega á móðurmáli þínu, þá munti aldrei ná tökum á því að tjá þig á öðrum tungumálum. Einföld staðreynd um það hvernig málstöðvarnar í heilanum vinna.
Ég er góður í íslensku en treysti mér ekki til að skrifa svona ævintýri á ensku, þar sem ég er viss um að ég kæmi ekki fullri hugsun til skila. Sem dæmi, hvernig væri hægt að þýða yfir á ensku setningu á borð við: Þeim var ég verst er ég unni mest!
Sá sem getur þýtt þessa setningu má eiga bílinn minn.
Bætt við 5. mars 2008 - 18:31 Fyrir þá sem ekki það vita, þá er þessi setning úr Laxdælu.
Þessi setning hefur valdið þýðendum heilabrotum í marga tugi ára, enda er ekki hægt að þýða þessa hugsun yfir á ensku. Og það er bara eitt orð sem veldur.
Þegar Guðrún er spurð hverjum manna sinna henni hafi verið kærastur, svarar hún: Þeim var ég verst er ég unni mest.
Orðið þeim er bæði til í eintölu kk persónufornafn (þeir) og fleirtölu kk ábendingarfornafn (sá). Í ljósi þess að Guðrún var gift 4 sinnum þá er þetta ákaflega tvírætt svar, ekki satt? Þennan brodd, þessa leikni, skortir flesta (fyrir utan þá sem eru tvítyngdir (þ.e. þeir sem eiga foreldra hvorn af sínu þjóðerni eða hafa alist upp langt fram eftir æsku sinni utanlands) og hún er ekki kölluð fram í menntaskólaensku.
Þetta er það sem ég kalla að skrifa og koma fullri hugsun til skila. Þetta er ástæðan fyrir því, ég kýs að skrifa á íslensku.
Bætt við 10. mars 2008 - 07:33 Þú bætir við hugsunina að koma fram við einhvern, en Guðrún segir aldrei í hverju hún var verst. Hún t.d. kom vel fram við einn eiginmann sinn, en lét síðan (með óbeinum hætti) drepa hann.
Whomsoever þýðir auk þess Hverjum sem, en ekki Þeim.
treat getur merkt margt annað en framkoma, annars dettur mér í hug að það væri hægt að nota to do by líka, whomsoever var meira meint sem spaug (ég veit hvað það þýðir, sir teacher sir), eða er það ekki þar sem greatswordið stendur í catoblepasnum?
Jú, þar stendur kuttinn í kúnni. Orðið þeim er, því miður fyrir enskumælandi þjóðir, í þessu tilfelli óþýðanlegt, sökum tvöfaldrar merkingar sinnar. Þú, rétt eins og aðrir sem hingað til hafa reynt og þeir eru ófáir og margir reyndari þýðendur en þú (með fullri virðingu þó), flaskar á þessu. Þannig bíllinn er enn minn. Ég hef reyndar engar áhyggjur af því að þurfa láta hann frá mér, úr því það hefur ekki tekist ennþá að þýða þetta með þeim hætti að hugsunin komist til skila.
Ef við værum að tala um eitthvað gæða verk þá mundi maður borga 500-1000 kall fyrir það, ef um Stórt gæðaverk væri að ræða þá mundi 2000-2500 alveg hljóma vel.
En þarna værum við að tala um alvöru vinnu, svona svipað og maður sér í barrow of the forgotten king seriunni(sinister spire og fortress of the yuan-ti) sem væru á ódýrari hópurinn og svo erum við að tala um stærri ævintýri sem væru meira virði.
Ef vel væri staðið að þessu gæti ég vel hugsað mér að kaupa kannski 30 blaðsíðna ævintýri á svona 2000 krónur. Ef það væri prentað út það er að segja. PDF væri ég kannski til í að borga 1000 kall fyrir, ef það væri gott ævintýri. Líkar ekki við PDF.
Minn hópur roleplayar á ensku. Ekki vegna elítisma eða ofur-nördisma heldur vegna þessa að : a) Það er óþjálla og tekur oft tíma að þýða hugtök og orð yfir á íslensku, sérstaklega í karakter, og b) Það markar betur línuna milli þess sem fer fram in-game og out-of-game.
Hinsvegar væri ég gjarnan til í að borga fyrir íslenskt ævintýri ef vel yrði að því staðið. Var pælingin að prenta og binda eintökin eða ætti það að vera download? Geri ekki ráð fyrir þvi að það yrði myndskreytt
ég myndi kaupa svona ef mér litist vel á það, þó svo að ég myndi kannski ekki nota það í þeirri mynd sem það kæmi. Þegar ég kaupi ævintýri þá nota ég þau sem hugmyndir EN ef það er gott ævintýri þá nota ég það eins og það kemur. Sem dæmi um ævintýri sem ég breyti lítið sem ekki neitt er World's Largest Dungeon og ég og nokkrir félagar erum að fara að spila það frá A-Ö en nota samt Arcana Evolved reglurnar.
Tarsem eg hef sjalfur fengid hja ter aevintyri og spilad tau med minum hop, ta maeli eg eindregid med tvi ad tu gerir tetta, tvi vid myndum kaupa hvert einasta.
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..