Ég hef nokkuð oft komið með þá hugmynd, að stjórnendur séu metnir af spilurum, þ.e. áður en spilarar fara heim fái þeir eyðublað með nokkrum spurningum sem þeir svara.
Þetta leiðir tvennt af sér.
1. Stjórnendur leggja meira á sig til að fá hærri einkunn. Þar með er kerfið orðið aðhaldstæki en jafnframt upplýsingatæki fyrir spilara. Spilarar geta sótt þessar upplýsingar og valið sér stjórnanda eftir þeim upplýsingum sem fyrir liggja.
2. Um leið og kerfið veitir stjórnendum aðhald, gerir það líka spilurum kleift að krefjast meira. Fyrir vikið geri ég ráð fyrir að ævintýrin verði skemmtilegri og skipulagðari.
Ég er sammála því sem hefur komið fram, það sem einum finnst skemmtilegt finnst öðrum leiðinlegt. Hins vegar má gera ráð fyrir því að þeir spilarar sem skrá sig á borð á minimóti séu komnir til að skemmta sér og þar sem spunaspil eru félagsleg athöfn er svolítið undarlegt að hugsa til þess, að sumir spunaspilarar virðast meira en lítið skertir í félagslegum samskiptum, skynja jafnvel ekki þegar hegðun þeirra er komin langt yfir strikið og þ.a.l. farin að skemma fyrir öðrum.
En aftur að þessu kerfi…
Ég held, að þetta gæti verið það besta sem kæmi fyrir rpg-minimótin. Um leið og einhvers er krafist af stjórnendum, þá leggja menn meira á sig og það verður töluvert auðveldara að fá aftur inn góða stjórnendur sem hafa ekki stjórnað lengi á minimótum. Mér finnst löngu tímabært að koma upp gagnagrunni góðra stjórnenda og slæmra spilara.Væri því ekki ráð að láta stjórnendur meta spilara hjá sér á sama hátt og spilarar meta stjórnanda? Ég vil líka, sem stjórnandi, geta hafnað því að hafa spilara á borði hjá mér. Ég hef t.d. lent í því að vera með borð á minimóti þar sem var spilari sem lagði annan í einelti og hagaði sér eins og þroskaheftur hálfviti. Ég mun og ætla ALDREI að taka við borði þar sem viðkomandi hefur skráð sig. En þetta var líka í síðasta skipti sem ég stjórnaði á minimóti, ég fékk einfaldlega nóg. Ef ég hefði haft tækifæri á að gefa viðkomandi einkunn eða umsögn, og getað með því varað aðra við þessum spilara með óbeinum hætti, þá hefði ég þegið það án umhugsunar.
Minimótin eins og þau eru í dag, eru til margs nýtileg. Mér finnst þau hins vegar mega taka smá breytingum, til batnaðar fyrir bæði spilara og stjórnendur og gera mótin svolítið gagnsærri. Þannig ég mæti ekki um kvöldmatarleytið og viti ekki neitt um þá sem ég er að fara stjórna eða þeir um mig. Ég held, að um leið og mótin verði sýnilegri, meiri metnaður í kringum þau og krafist meira af spilurum og stjórnendum, þá mun ég mæta aftur og stjórna.
1) Hvað um að útvíkka þá kríteríu sem er sett á lýsingu stjórnanda? Það getur hvaða gaur putta sem er skrifað stutta lýsingu sem hljóðar “5 ribbaldar þurfa að drepa rauðann dreka” en oft eru það einungis þeir metnaðarfullu sem að geta umlað útúr sér lengri lýsingu, þar sem þeir kynna (afar stutt) spilapersónur, framvindu sögunnar og þess háttar. Ég er ekki að tala um neina ritgerð hérna, heldur að meina að það má oft sjá hvort fólki er alvara eftir því hversu vel þeir kynna ævintýrið.
2) Umsóknir að hálfu spilenda. Eins og að ofan getur hver sem er hrópað “ég vill vera með, jibbí!” en það segir ekki alla söguna. Hvers vegna vill hann þetta ævintýri frekar en hitt? Er hann reiðubúinn að sinna hlutverki karaktersins og framvindu sögunnar í stað þess að vera fábjáni/þroskaheftur eins og kurdor og krathos bentu á. Eins og í 1) er oft hægt að sjá hvernig manneskju maður á við í gegnum skrif hans. Þess vegna væri kannski gott ef spilandi getur fært rök fyrir því hvers vegna hann ætti að vera meðlimur í þessu ævintýri, þetta sinn. Elítismi? Nih… ég kalla það ekki elítisma að reyna að tryggja að allir spilendur njóti góðs af.
3) Varðandi einkunnagjafir. Virkar frekar fasískt til að byrja með kannski, en í raun og veru er þetta frekar praktískt. Það er að segja, ef öllum má treysta fyrir “réttri” einkunnagjöf, hvort sem það er spunameistari að gefa spilanda einkunn eða öfugt. Það getur hver sem er freistast til að segja að spilandi A hafi verið afar leiðinlegur spilandi, þá einungis vegna þess að spunameistaranum fannst hann ekki spila eins og hann sjálfur hefði viljað, eða karakter hans brotið á karakter annars spilanda, B (þrátt fyrir að vera í hlutverki við verknaðinn og útaf góðum og gildum ástæðum). Kannski væri hægt að gefa einkunnir allt í kring og síðan bera saman, eða biðja einkunnargjafa að færa rök fyrir einkunn sinni. “Spilandi X fær 7 í einkunn; Hann spilaði karater sinn vel að mínu mati, var aktívur og þrátt fyrir að hafa ráðið bana annars spilanda (míns), var skemmtilegur spilanautur. Þó hefði hann mátt sleppa ýmsum trúðslátum… etc”
0