Æj Kurdor, elsku litla tröllið mitt. Mér þykir leiðinlegt að lífið þú sért fylltur þeirri þráhyggju að hafa rétt fyrir þér, og enn verra að þú kemur slíkri hegðun fram með engu nema leiðindum og þvælu.
Áfram er þetta flest allt kolrangt hjá þér.
En gaman. Þú segir áfram? Eins og allt sem ég hafi sagt sé vitleysa og rugl. En sjáðu til, einn meginmunur á mér og þér er að ég tala og kem með hugmyndir sem ég tek ALDREI fram að séu heilagur sannleikur, líkt og þú virðist stimpla þessar hugmyndir mínar. Þó að túlkun mín á spunakerfum sé ekki 100% skýr miðað við þínar túlkanir, þýðir ekki að þær séu rangar eða leiðinlegar.
Og spilurum. Leikurinn sem spilaður er fer eftir leikmönnunum sem spila hann, sama hvort þeir kalla sig spunaspilara eða spunameistara, er það ekki einmitt mergurinn málsins sem við erum að ræða hér?
Þú virðist gleyma að spunameistarinn ræður ferðinni og að í WoD er sanity ekki aðalmálið, líkt og sú áhersla sem að hún fær í CoC, heldur aukaatriði sem spilar inn í víðsvegar.
Hvernig fékkstu það út? Ég bara man ekki eftir einu einasta Derangement sem maður getur hunsað með því að eyða Willpower. Þú hefur misskilið Derangements og út á hvað þau ganga eða að þú hefur spilað hjá spunameistara sem misskildi Derangement og út á hvað þau ganga (eða ákveðið að sleppa þessu “veseni”). Derangements eru hluti af persónunni sem þú skapaðir og hún þarf að lifa með þeim, þetta eru kvillar sem lita persónuleika hennar. Það er ekki bara hægt að henda einu willpower út og segja: “Ég ætla ekki að vera með ofsóknaræði þetta scene”. Það væri asnalegt og ef þú spilar kerfið svona þá finnst mér það í hæsta máta undarlegt, svo ég noti ekki sterkari orð.
Nú held ég að þú þurfir að lesa bækurnar betur, þar sem að í þeim tilfellum sem að spunameistari telur spilanda ekki hafa hagað sér í samræmi við geðbilun sína er hann hvattur til að draga frá honum Willpower punkt.
Það er þín skoðun, ég er þér algjörlega ósammála. Bæði WoD og CoC hafa innbyggð kerfi sem sjá um geðheilsu og í báðum kerfum er lagt gífurlega mikið upp úr því. Þó eru hins vegar ólík.
Og hér er ég þér algjörlega ósammála. CoC hefur geðheilsu sem aðalatriði á meðan WoD skilar því sem aukaafurð, eitthvað sem mætti vel sníða útúr kerfinu og það myndi ekki hljóta skaða af.
Þetta er sennilega mest rangt af öllu því sem þú skrifaðir. Í öllum útgáfum CoC sem ég hef séð (og þær eru nokkrar!) er sérstakur kafli sem heitir Mental Disorders. Þar eru hinir ýmsu geðkvillar flokkaðir mjög sértækt og það eru fleiri hundruðir geðkvilla sem velja má um. Dæmin sem þú nefnir úr WoD -þunglyndi og þráhyggja- eru aðeins toppurinn á ísjakanum þegar kemur að CoC. Ég er vanur að spila 5.1 og 5.6 og þar man ég eftir löngum lista af fóbíum (sennilega hátt í 50 stykki…innan á Keeper-skjánum mínum eru síðan dæmi um fleiri). Í kaflanum er farið náið í Mood Disorders, Anxiety Disorders, Sleep Disorders og margt, margt fleira og í hverjum undirkafla eru nefnd mörg dæmi um geðkvilla sem tilheyra þeim flokki. Með öðrum orðum er þetta óheyrilega rangt hjá þér.
Það má vel vera að CoC hafi hundruði geðkvilla, og ég biðst forláts á að hafa dirfts hafa rangt fyrir mér þarna, en það breytir því ekki að þegar Sanity-ið þitt er farið, þá ertu einfaldlega sturlaður. Sanity er mælikvarði á hversu há geðheilsa þín er á meðan WoD hefur engan slíkan mælikvarða, þar sem að Morality er ekki Sanity, þó að það spili stundum svipuð hlutverk.
Þú ert heldur enginn sérfræðingur í WoD og tíma þínum væri betur varið í að lesa þér til um kerfin en að gefa fólki hér á Huga ranghugmyndir um þau.
Æj fyrirgefðu. Að sjálfsögðu hefði ég aldrei átt að stíga fæti hingað inn á þetta áhugamál og reynt að blása smá lífi eða umræðu í það með því að reyna að kynna óreyndum spilendum fyrir nýjum kerfum eins og WoD eða undirkerfum þess. Ég veit ekki hvað ég var að hugsa reyndar, þetta var svo kjánalegt af mér. Ég bið lesendur þessa efnis að vinsamlegast hunsa allt sem ég hef nokkurn tíman sagt.
…
Í alvöru talað Kurdor. Dragðu spýtuna útúr rassgatinu á þér. Þú ert vel-orðaður, og kemur með ágæta punkta, en kemur kommentum og efni frá þér á svo afskaplega leiðinlegan og vonsku fylltan máta að ég get einungis séð þig hrekja spunaspilendur frá áhugmáli þessu og spunaspilum yfir höfuð.