Ég var í skólanum um daginn með nokkrum félögum mínum. Við stóðum í anddyri Gamla skóla og vorum að grínast með hvernig það væri að vera veðurtepptir í MR ef það kæmi gífurlegur stormur. Veðrið hafði verið frekar leiðinlegt og einhverjir kennarar ekki skilað sér í skólann þann daginn. Við vorum eitthvað að pæla í þessu og hvernig við gætum bara tekið stutta leiðangra niður í miðbæinn til að sækja vistir og álíka. Þá fór ég að hugsa hvernig það væri að vera tepptur í MR en ekki af veðrinu, heldur af afturgöngum.
Já, þetta klassíska zombie apocalypse. Eftir smá pælingar langaði mig rosalega að smala saman í einn spilahóp og taka kannski nokkur session af hágæða zombie gamani.
Eftir nokkra íhugun og pælingu ákvað ég að mig langaði að láta þá(sem væru allir nýliðar) spila ýkta útgáfu af sjálfum sér og láta þá takast á við afturgöngur í miðbæ Reykjavíkur.
Nú spyr ég ykkur spunaspilsspekinga hvaða kerfi hentar best fyrir svona spilun? Mér dettur helst í hug að nota Gurps með kannski 40-60 punktum eða Storyteller kerfið(sem ég kannast ekkert alltof vel við að vísu) en er opinn fyrir öðrum betri kerfum. Þannig endilega skellið á mig nokkrum góðum uppástungum. Svo ætla ég líka að athuga með það hvort hafi einhver góð ráð fyrir mig til að gera þetta sem skemmtilegast fyrir okkur félagana og hvað bæri að forðast?
www.brotherhoodofiron.com