Ég var að komast að nýju spili sem heitir “All Flesh Must be Eaten”. Það kom fyrst út 1999 og hljómar mjög skemmtilegt. Ég var að panta þetta auk þess sem nokkrar auka bækur koma líka fljótlega.

Aðeins út fyrir það ef að þið viljið kynnast nýjum spennandi spilum sem eru í gangi þá mæli ég með því að þið tékkið á þessu þætti hér:
http://youtube.com/watch?v=Kk9Y2RuYfNk
eða farið bara inn á youtube og skrifið game geeks.
Góðir þættir sem gefa skemmtielgar og í raun mikilvægustu upplýsingarnar sem þú þarft að vita áður en þú leggur í það að kaupa nýtt spil. Þetta eru alveg nauðsinlegir þættir fyrir Íslendinga vegna þess að því miður þá eru nú ekki mjög margir spilarar hér á landi, því er úrvalið hjá okkur eftir því. Ef að við værum fleir í þessum bransa hér væri grundvöllur fyrir okkur að fá þá í Nexus að hafa fleir spil í boði.
Blessunarlega eru það góðir drengir sem þar vinna og eru alltaf til í að panta fyrir okkur, svo endilega tékkiði á þessum þáttum og látiði álit ykkar í ljós og látiði panta eithvað af þessu dóti ef að ykkur líst vel á þetta.
Í þessari yfirlýsing vil ég koma því á fram færi að öllum mönnum skuli sýnd virðing, jafnrétti og fullkomið skeitingarleysi.