Ég verð bara að segja þér að ég er ekki alveg sammála þér þarna.
Ég hef verið með svona character, bæði sem spilari og sem DM. Ástæðan fyrir því að við höfðum það þannig að álfar gætu ekki orðið vampírur varð einfaldlega til af því að í þeim heimi sem við vorum í þá voru álfar nánast ódauðlegir. Þeir dóu nánast ekki úr elli, og voru nánast einir og samir með göldrum, eða “magical creatures”. Mig minnir að þessi heimur heiti Birthright, ef einhver kannast við hann.
Þessi sami character átti föður sem var álfur, og móður sem var mennsk. Þetta var reyndar hugsað einmitt sem nokkurs konar Blade, nema hvað hún var kvenkyns. Semsagt, móðir hennar var bitin er hún var á síðustu dögum meðgöngunnar. Henni var í flýti komið til læknis (eða “healers”), og meðan hún var enn á lífi var barninu komið út. Móðirin dó um það bil tveimur tímum eftir fæðinguna, var böðuð í helgu vatni og jörðuð (þorpsbúar vissu ekki að hún hafði verið bitin af vampíru, sama hvernig í ósköpunum það hefði getað staðist.) Viku seinna hafði gröfin verið tæmd yfir nótt……..
Eftir þetta var ungu stúlkunni, sem nú var móðurlaus, komið fyrir í klaustri, því enginn vissi neitt um föður hennar. Móðirin hafði engum sagt nokkuð um faðerni hennar, eins og það myndi verða henni að bana ef einhver kæmist að því. Það leit út fyrir að faðir hennar vissi ekki að hún væri til. Hún átti einn hlut úr eigu móður sinnar. Það var hringur sem hún hafði borið alla sína ævi, og var henni (móðurinni) mjög kær.
Þá liðu 18 ár, og stúlkan varð fullvaxta kona. Enginn sagði henni neitt af því hvað fyrir móður hennar kom, henni var einungis sagt að hún hefði látist af slysförum, og aldrei neitt meira um það talað í hennar viðurvist. Hún var alla sína ævi búin að fá kennslu um það hvernig ætti að ná sem bestri stjórn yfir sjálfri sér, og var byrjuð að fá bardagakennslu sem munkur. Hún varð sterkari en allir hinir munkarnir, fljót á fæti, með skjóta hugsun og forkunnarfögur. Húð hennar var að auki mjög hörð viðkomu, og þau sár sem hún fékk voru einstaklega fljót að gróa. Frá því að hún mundi eftir sér hafði hún þó fundið fyrir einhverri togstreitu innra með sér, eins og einhver innri kraftur væri endalaust að reyna að rífa hana í sundur (vampirism). Hún varð þar að auki einhverra hluta vegna veikari í beinu sólskini. Einnig fann hún fyrir undarlegum hvötum í hvert sinn er hún át lítt eldað kjöt….
Hún ákvað er hún varð 18 ára að fara út í hinn stóra heim og freista þess að finna föður sinn. Hún fékk frá yfirmunknum eitt stykki kama, gamlan sling, bakpoka, tinnu og stál, poka, 3 kyndla og 3 gullpeninga.
Plúsarnir sem þessi character fékk voru sem hér segir: +4 í strength, +4 dexterity, +2 intelligence, +2 wisdom , +4 charisma. Damage reduction 5/+1, fast healing 1 hp per round, spider climb, +4 á hide, listen, move silently, search, sense motive og spot, alertness, dodge, improved initiative, +3 í natural armor og hit dice upp á d10.
Mínusarnir sem þessi character fékk eru eftirtaldir: -6 á ALLA stats í dagsljósi, -1 auka í constitution fyrir hverja klukkustund í beinu sólskini, ofsótt af vampírum, blóðvökvi eða deyja. Hún varð að fá healing upp á 10 hit points á hverjum degi, eða deyja. Healing sem hún þurfti jókst hlutfallslega með hverju borði. Þ.e. 10 hit points á fyrsta, 15 á öðru, 20 á þriðja……..
Það var meira, en ég man það ekki allt í augnablikinu.
Alla vega var þetta samþykkt, og ég spilaði þennan character í 3 mánuði (30 ár í leiknum). Allt gekk vel, og aldrei var kvartað neitt yfir að hún væri of öflug. Reyndar varð hún að lokum sú veikasta í hópnum, einna helst vegna þess að hún gaf nánast allt það sem hún komst yfir til gamla klaustursins síns (sem btw varð ríkasta klaustrið í landinu með tímanum….).
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.