ok… eftir miklar pælingar þá sleppti ég Wilder hugmyndinni og datt inná Psion (kineticist), sá race sem ég nota er Hellbred.
Nafn: Krull of the Mindfire
(ég veit að “Krull” er ekki original nafn en það dugar, hefði getað verið Rogue og skírt hann Bobba Fett en sleppti því)Race: Hellbred
(valdi spirit með +2 cha og -2 con, auk annara kosta) hann er að auki Phrenicdömp stat: STR
(setti þetta bara upp á gamanið)Staðan í dag: Psion 8 /
Crystal Master 10
[DM leyfði mér að nota þetta]Sagan:Fyrir mörgum árum var hann alræmdur Psion sem hneppti fólk í þrælkunar vinnu með allskonar brögðum. Hetjur víðsvegar af flykktust að til að reyna bjarga fólkinu en enduðu allir sem þrælar hjá honum, allir nema þrír. Þessir þrír garpar voru undir verndar væng gyðjunnar Mystra og tókst þeim að vinna bug á þessum illa fjanda sem gekk undir nafninu “Krull the Mindwarp.”
Krull vaknaði í hyldýpi heljar og honum til mikils hryllings komst hann að því að hann hafði misst hæfileikann til að stjórna öðrum gegn vilja þeirra. Drottnar hans í helvíti tóku þessa hæfileika af honum og notuðu þá gegn honum.
Eftir hundrað ár í þrældóm rann upp fyrir honum ljós um þá skelfilegu þjáningu sem hann olli fórnarlömbum sínum. Hann sá andlit þeirra, fann sársaukann og sá fjölskyldur og vini þeirra syrgja yfir missi sínum.
Það var eins og einhver innri eldur hafði kviknað, hann braut sig lausann með viljastyrk sem hann vissi ekki að hann bjó yfir og sprengdi höfuðið af djöfli sem stóð hjá honum hlæjandi með hugarorku sinni. Þvílíkan tilgang hafði hann aldrei fundið fyrir áður. Þarna á þessum stað bað hann til þeirra sem sendu hann í þetta verðskuldaða helvíti, hann bað til guðs þeirra og allra sem vildu hlusta á hann.
Gyðjan Mystra var sú sem heyrði fyrst í kalli hans. Hún hundsaði hann í fyrstu því hún mundi alveg eftir því hver hann var og hvernig hann eyðilagði hluti sem henni þótti vænt um í þeim tilgangi til að refsa þeim sem hann náði ekki að stjórna. En á endanum ákvað hún að hlusta á hvað hann hafði að segja. Hún sá að hann var ekki sama veran sem hann hafði verið og eftir að hafa ráðfært sig við sína bandamenn ákvað hún með þeirra hjálp að gefa honum annað tækifæri.
Í þann mund sem reiðir djöflarnir nálguðust Krull eftir að hafa tekið eftir því að hann hafði drepið einn af þeim, opnaðist hlið fyrir framan Krull. Úr hliðinu var hann spurður aðeins einnar spurningar: “Hver ertu?” og svar hans kom honum á óvart:
“I am hellbred, Krull of the Mindfire.” Þegar hann lauk setningunni opnaðist hliðið til fulls og ósjálfrátt gekk hann inn í það.
Hann birtist í skógi, nema þetta var enginn venjulegur skógur, trén voru úr kristal. Áður en hann vissi af fann hann stingandi sársauka og hann tókst á loft, þegar hann lenti þá heyrði hann einhvern segja að hann yrði að gera betur en þetta til að stoppa
the Cagewrights og við það lognaðist hann út af. Honum dreymdi sitt fyrra líf og það fyllti hann skömm og löngun til að bæta fyrir misgjörðir sínar. Hann dreymdi æsku sína sem maður og þjálfun sína sem
Crystal Master og loforð sitt um að nota þekkingu sína til góðs.
Hann rankaði við sér í röku herbergi, röku en samt ógurlega heitt. Reyndar það heitt að hann var kominn með blöðrur á húðina. Krull settist niður í hugleiðslu og leitaði djúpt í huga sér að kraftinum til að þola þennan hita. Þegar hann fann það sem hann leitaði að komst hann að því að hann gat breytt fortíð sinni að hluta, hvað reynslu sína varðaði og ákvað hann þá að gleyma þeim kröftum sem gáfu honum hæfileikann til að stjórna fólki. Þegar hann opnaði augun á ný tók hann eftir veru sem lyktaði ver heldur en óþrifalegustu djöflar í helvíti og rotaðist við að finna fnykinn.
Alltaf með nokkurra daga millibili komu þeir og vöktu hann til að pynta. Þessi meðferð var þó skárri en sú sem hann fékk í neðra. Þeir virtust vera að byggja eitthvað, eitthvað stórt, eitthvað sem þurfti sálir annarra fangaðar í annarri vídd. Eldurinn innra með honum kviknaði á ný og hann sór að útrýma þessu illu öflum. Einn daginn sem hann var vakinn sprengdi hann hlekkina af sér og drap nokkra af þessum illa lyktandi áður en hann var yfirbugaður.
Minningar gærdagsins lýsa enn skært í huga Krull. Hann var vakinn og skynjaði návist fjögurra vera en þegar hann opnaði augun sá hann að þetta voru ekki þeir sömu og pyntuðu hann. Hann sá veru sem var búin til úr verum frá helvíti og himnaríki, veran var augljóslega prestur og af merkjum hennar að dæma þá var þetta prestur gyðjunnar
Mystra. Svo var honum litið á það sem stóð við hlið prestsins og þá kviknaði vonarneisti innra með honum því þarna stóð engill í öllum sínum dýrðarljóma. Hinar tvær verurnar sá hann ekki nógu vel því þær földu sig bakvið kistu af ótta við útlit hans. Presturinn horfði djúpt á hann og sagði honum að þau höfðu orðið fyrir miklu mannfalli og þar sem hann væri augljóslega fangi óvina þeirra þá buðu þau honum að ganga til liðs við sig til að binda endi á þá sem kölluðu sig
“the Cagewrights” hann þurfti ekki að hugsa heldur svaraði hann strax já…
<<< to be continued >>>
———————
hananú, þetta tók mig bara einn og hálfan tíma… :)