Ég persónulega myndi ekki mæla með spilun af þessu tagi, spunaspil eru almennt byggð upp með það í huga að lítill hópur spilara vinni saman að markmiðum sínum. Kerfin vinna því á móti “einspili”, sem gerir það að verkum að DM-inn þarf all-líklega að taka það á sig að spila samferðafólk PC-ins. Það ætti hver sem er að sjá að slíkt getur ekki verið ráðlegt, a.m.k. ekki til langs tíma. Og þetta er langt frá því eina vandamálið við svona spilun.
Mæli með að þú finnir þér einhverja fleiri til að ganga til liðs við þig og mynda hóp, þarft ekki nema tvo til þrjá til viðbótar við þennan eina. Ger'etta almennilega kjeppz ;)
Atheists believe in the Goddess Athe, who is wise and powerful beyond measure. They are some of the most religious people in the world.