Ég er að stjórna The Enemy Within campaign eins og er, örugglega eitt viðamesta og skemmtilegasta campaign sem nokkurn tíman hefur verið gefið út.
Wfrp er frábært spil, það er þó rétt að þar sem notast er við prósentu teninga gerir það spilið frekar óraunhæft á vissan hátt, en þar sem við einblínum mun meira á roleplay heldur en teningaköst (grúppan mín hefur einhverja óguðlega tilhneigingu til þess að fumbla alltaf allir í einu…) þá skiptir það okkur ekki svo miklu máli.
Critical taflan finnst mér þó vera mjög vel útfærð, þar sem að þú deyrð ekki endilega ef þú ferð fyrir neðan 0 hp en getur orðið örkumla.
Það sem heillar mig mest við þennan heim er þó hvað hann er grár, kaldur og vondur, það er ekki mikið um sólskin í bókunum frá þeim og Chaos er allstaðar.
Insanity kerfið er nú samt dáldið sniðugt, eftir nokkura ára spilamennsku var ég fyrst núna um daginn að sjá spilara ná nógu mörgum insanity points til að geta talist geðveikur á einhvern hátt…. og það þurfti endilega að vera Halfling Graverdigger characterinn sem trúir því statt og stöðugt fyrir að hann sé Bodyguard á launum hjá grúppunni.
Það er í raun synd að þeir skula hafa hætt að gefa þetta út, þó svo að Hogshead sjái núna um publishing hefur ekkert bólað á nýjum vörum eftir því sem ég best veit, hef þó ekki farið niður í Nexus í ár og öld.