Gott svar og ég er alveg sammála þér.
En raunveruleikinn er allt öðruvísi því miður. fólk mætir ekki á mini mót nema að það sé D&D borð.
Mörg önnur kerfi fá ekki tækifæri á því að sýna sig, vegna þess að það verður að vera D&D.
Meira að segja, vegna þess að D&D er svo stórt að Nexus neitar að hafa mini mót nema að það sé allavena eitt D&D borð.
Við getum ekki neitt neinn til þess að stjórna D&D, þannig að það endar oftast á því að við sem sjáum um mótið að stjórna D&D og persónulega er ég ekki alltaf til í að stjórna D&D (þótt D&D er ekkert slæmt), þetta er tilraun til þess að sjá hvort að;
A) það verður ekki að vera D&D borð
B) svo við sem sjáum um mótið endum ekki á því að stjórna D&D alltaf
C) fólk nennir oft ekki að mæta vegna þess að borðið sem þeir vildu vera á er fullt
Mini mót er fyrst og fremst áættlað að leyfa fólki að;
A) prufa nýtt kerfi.
B) prufa að spila með nýju fólki
Auðvitað eru alltaf gallar í öllu og þess vegna ákvöðum við ekki að bara henda þessu beint í nefið á ykkur heldur að koma afstað umræðu og sjá kosti og galla þessara hugmyndar.
endilega komið með fleirri hugmyndir.
with love,
BJ
PS: þessi hugmynd er ekkert sett. nokkrir stjórnendur byrjuðu að ræða þetta og þessi hugmynd spratt upp þar og við ákvöðum að spurja fólk hvernig þeim leist á það