Hvernig finnst ykkur nýja encounter formattið frá Wizards?
Ég hef DMað ævintýrum með gamla formattinu og er núna að undirbúa 2 campaign með nýja formattinu og það leggst bara vel í mig en ég hef ekki spilareynsluna af því
Þetta nýja format krefst mun meiri undirbúnings að sumu leyti þá að sjálfsögðu sé gott að hafa stats allt ready en ég veit samt ekki.
Gömlu hafa virkað hingað til og munu virka fínt. Castle Ravenloft og Undermountain eru td í nýja formatinu og ég er ekki sáttur við þau. Þar fyrir utan notuðu þeir þetta sem afsökun til að hafa engin kort með ævintýrunum, engin heildar kort það er.
Þegar ég skoðaði gömlu modulin þá var maður með kortið fyrir ramn sig og fór í gegnum bókina. Ef þeir skiptu umhrbrgi eða whatnot þá var ekkert mál að fylgja því eftir.
Vá… ég var að skoða bókina aftur og var að sjá hvað maður getur verið mikið fífl :D mér yfirsást nokkrar blaðsíður sem útskýrðu dæmið örlítið(ætla ekki að útskýra það nánar, það er of sorglegt.)
Jæja, svona gerist þegar maður skoðar hlutina ekki nógu vel áður en maður fer að tala.
En aðal málið sem ég hef á móti nýja lúkkinu er þessi vöntun á stóra kortinu, það er leiðinlegt að þurfa að ljósrita heilu blaðsíðurnar, sérstaklega af maður hefur ekki aðgang að litaljósritun(og tímir ekki að fara í búð) eða skoða sömu blaðsíðuna aftur og aftur.
En á móti kemur þá er encounter formatið mjög mjög töff.
Þeir eru að gera ævintyrin þannig að þú þurfir helst að nota D&D miniatures með þeim.Þetta er afleiðing þess að Wotc er í eigu Hasbro sem er leikfangaframleiðandi.
Mér finnst reyndar allt í lagi að þeir taki þetta back to basics með tilheyrandi peningaplokki. Þetta byrjaði náttúrulega upphaflega útfrá spili með miniatures og ég persónulega nota alltaf battlegriddið þegar ég er að spila.
Bætt við 12. ágúst 2007 - 18:47 Reyndar nota ég yfirleitt lúdókalla eða eitthvað álíka því ég hef ekki ennþá lagt í það að kaupa 8 random miniatures pakkana
Ef þú skoðar nýrri ævintýri frá WotC þá sérðu að þeir eru búnir að stokka mikið upp í uppsetningunni á ævintýrunum. Gera kafla þar sem farið er í gegnum öll encounterin og roleplaying upplýsingunum gerð skil og svo í seinni hlutanum eru 1-2 síður fyrir hvert battle encounter þar sem upp koma allar upplýsingar um óvinina, tactics o.fl., og dálkur sem heitir area features með korti af svæðinu og gagnlegum upplýsingum um t.d. cover eða difficult terrain
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..