Í anda “point buy eða henda” spyr ég í forvitni: Þegar þið gerið persónu, í hvaða spunaspili sem er, byrjið þið með hana nokkurn vegin kláraða eða er hún bara tölusafn við upphaf ævintýraferilsins?
Ég spila vanalega d&d og vel klass eftir því hvað gæti verið gaman að spila. Ég veit svo oftar en ekki rass' um kallinn minn þegar ég byrja en er kominn með býsna solid og góða persónu á þriðja sessioni(spunafundi?) með sögu/heilsteypt útlit/duttlungum/göllum og alles.
Svona hlutir eru auðvitað upp og ofan en þetta er vanagangurinn. Þannig að það er bare bones byrjun hjá mér.
Endilega komið með hvernig þetta gengur fyrir sig hjá ykkur.